Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 5

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 5
Sigrún og Ólöfvið vinnu 2005. uppskriftum. Hún las fyrir börnin sögur H.C. Andersen, sem hún þýddi jafnharðan úr dönsku. Það telur Sigrún vera kveikjuna að því hve hún hefur gaman af að segja sögur í gegnum myndir. Þær föndr- uðu líka mikið og sóttu alls kyns námskeið í föndri, auk þess sem Sig- rún lærði á fiðlu í 7 ár. Hvorug systranna ætlaði þó að leggja fyrir sig listir, heldur ætluðu báðar að fara í umönnunarstörf, Sig- rún ætlaði að verða læknir en Ólöf þroskaþjálfi. En örlögin tóku í taumana hjá þeim báðum. Eftir stúdentspróf sótti Sigrún um að komast í læknadeild í Odense, en vegna formsatriða og skriffinnsku varð töf á því að hún kæmist inn. Kennslukona hennar í barnaskóla hafði sagt við hana að hún ætti að leggja fyrir sig listir, ef til vill var það þess vegna að henni datt í hug að reyna að komast í teikni- og graf- íkdeild í Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn og ákvað að tækist henni það myndi hún sleppa læknis- fræðinni. Hún komst inn í skólann og stundaði nám í gler- og keramik- deild frá 1974 og lauk námi í gler- hönnun 1979. Að námi loknu ferðað- ist hún um Evrópu til að kynna sér glerlist. í skólanum kynntist hún Soren S. Larsen, sem kenndi við ker- amikdeildina, og seinna varð eigin- Alagablettur eftir Seren, Sigrúnu og Ólöfu. Gler, hör og hrosshár 2002. maður hennar. Hann var upphaflega múrari að iðn en hafði lokið prófi úr keramikdeildinni 1971 og varð síðan kennari við þá deild. Ólöf vann á Lyngási og ætlaði í þroskaþjálfaskólann. Til undirbún- ings því settist hún í Fjölbrautar- skólann í Breiðholti í heilsugæslu- deild. Einhvern veginn dró lista- deildin þar hana smám saman til sín svo að hún sneri við blaðinu, og lauk námi þaðan eftir tvö ár. Síðan settist hún í Myndlista- og handíða- skólann og lauk prófi úr textíldeild árið 1985. I textíldeildinni kynntist hún spjaldvefnaði, sem hún heillað- ist strax af, en það er einmitt nú- tímaleg notkun á spjaldvefnaði, þeirri aldagömlu veftækni, sem Ólöf er þekkt fyrir. Eftir útskrift fór hún að fást við spjaldvefnað þegar hún hafði ekki aðgang að stórum vefstól. I greininni um Ólöfu, sem birtist í Hug og hönd árið 1989 segir svo: „Þegar Ólöf hóf spjaldvefnað í skóla gerði hún í fyrstu mistök þeg- ar hún raðaði spjöldunum saman. Arangurinn varð snúið belti en ekki slétt. Þegar hún svo fór að vinna síð- ar með hrosshárið kom snúni borð- inn upp í hug hennar og henni þótti hugmyndin góð í myndverk. Hún notaði því þessa aðferð í eitt verk sitt, „í lofti". Efnið, sem Ólöf vinnur úr, er enn náttúruefni, hör, bómull, sísalhampur og hrosshár. í stöku verki leggur hún silfurþráð í jaðar borðanna sem er vel til fundið því að það undirstrikar samsetningu verksins." Arið 1988 sýndi hún ásamt skóla- systur sinni úr Myndlistarskólanum í FIM salnum í Garðastræti. Eftir það ákvað hún að halda úti vinnu- stofu, sem hún hefur gert síðan. Allt frá því hefur hún tekið þátt í fjölda sýninga. Arið 1986 fékk hún styrk frá The American Scandinavian Foundation til að stunda nám við sumarskólann Haystack Mountain School of Crafts í Maine í Bandaríkj- unum, sem henni þótti alveg frábær skóli og góð reynsla. Hún fékk lista- mannalaun Kópavogsbæjar 1994. HUGUROG HÖND2006 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.