Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Page 9

Hugur og hönd - 01.06.2006, Page 9
Himneskir herskarar hafa komið sér fyrir á stofugólfinu heima hjá Páli í Þingholtunum í miðbæ Reykjavíkur. Þar má sjá mörg hefð- bundin verkfæri handverksmanna, hnífa, bekki og alls kyns járn og tól, auk þess sem viður og viðarspænir eru um allt gólf. En einnig flæðir allt í perlum og pallíettum, blómum og Veiðimaður. Ljósm. Kristín Bogadóttir. pappír, fjöðrum og vír og fleira smá- dóti. Auk þess spanna litir í litlum túpum allt litrófið. Á gólfi og borð- um liggja opin tísku- og hönnunar- blöð, úrklippur og kort. Á álagstím- um teygir verkstæðið úr sér og legg- ur undir sig eldhúsið og aðrar vist- arverur. Vinnuaðstaðan er kannski ekki alltaf sú besta en verkstæðið er ævintýralegt heim að sækja og mörgum eftirminnilegt. Margt af því sem finna má á verk- stæðinu stoppar stutt við þar sem það er sótt í ákveðin verkefni. En Páll safnar líka ýmsu smálegu sem hrífur auga hans og hug. Það fær síðan að liggja þar til hugmynd kviknar sem það á heima í. Efnivið- urinn þjónar ekki einungis hug- myndinni heldur er það oft efnið sjálft sem vekur hugmyndina. í kaó- tísku umhverfi verkstæðisins hafa þær margar kviknað. Fjölbreytni í efniviðnum einkenn- ir handverk Páls. Þekktastur er hann líklega fyrir muni sína tálgaða í tré en hann notar einnig pappír og vír sem grunnefni í vinnu sinni. Auk þess notar hann margt annað, eins og myndin sem dregin var af verk- stæði hans sýnir, til að skapa verki sínu það svipmót og þau hughrif sem hann leitast við að birta. Margt sækir hann í sérverslanir hér heima en til að gefa verki sínu þann karakt- Engill. Ljósm. Kristín Bogadóttir. er sem það er þekkt fyrir er nauð- synlegt að leggjast í víking. Páll hefur allt frá því að hann var unglingur ferðast mikið og farið víða um heim. I handverkinu hefur hann sameinað vinnu sína og áhuga sinn á ferðalögum. Hann heimsækir erlendar borgir reglulega til að afla fanga. Hann á marga fasta áningar- staði sem hann heimsækir reglulega og hver ferð er síðan vel nýtt til að leita nýrra. En Páll sækir ekki bara efni til útlanda. Hann grípur ekki síður ýmis áhrif sem síðar skila sér í verkum hans, þó að uppruninn geti verið óljós eftir að þau hafa farið um skapandi huga hans. Áhrifin geta komið alls staðar að, jafnt úr gluggaútstillingum tísku- húsa sem leikfangaverslana, frá götumörkuðum sem guðshúsum. I jólaguðspjallinu er talað um himneskar hersveitir eða herskara og þaðan er nafnið á verkstæði Páls komið. Það er við hæfi því að meg- instefið í handverki hans tengist jól- um. Það eru einmitt herskarar engla sem flogið hafa víðast af verkum hans. Klæddir hvítum kyrtlum koma þeir ýmist færandi eða hjálp- andi hendi. Upphaflega hugmyndin á bak við englana var að þeir aðstoð- uðu menn við undirbúning jólanna. Margir eru því búnir til hversdags- legra heimilisstarfa og margir hafa haft á orði að þeir væru ansi verald- legir. Hlutverk þeirra hefur þó orðið fjölbreyttara með árunum. Sumir færa mönnum rós, setja plötu á fón- inn eða vaka yfir börnunum. Margir leika á hljóðfæri. Aðrir líta helst út fyrir að vera snúast um sjálfa sig þar sem þeir spranga um með hatt og regnhlíf, leðurtösku eða staf, eða fletta blöðunum. Það er þó aldrei að vita hvaða hugur býr að baki. Það kemur sér vel að hafa grafið upp fjölmargar „miniatura"-búðir í er- lendum stórborgum þegar finna á þeim herskörum sem orðið hafa til á verkstæðinu í Þingholtunum fjöl- breytt viðfangsefni. Þó svo að englarnir hafi upphaflega orðið til kringum jólin þá hafa þeir fyrir löngu öðlast miklu víðari skírskotun í hugum og híbýlum manna. Sjálft jólatréð er Páli hugleikið. Hann hefur tálgað jólatréstoppa og skapað heilan ævintýraheim smá- vera til að skreyta tréð með, smá- vera sem minna mjög á einkavininn HUGUROG HÖND 2006 9

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.