Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 13

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 13
upp áhugi á að prýða húsin á gamla og góða norska vísu og reisa norska byggingarlist úr rústum. Hann lýsir tilraunum sem hafi verið gerðar þar í sveit til að endurvekja handverks- hefðina, m.a. með því að smíða hús- gögn í norskum stíl, en Guðmundur telur þó að það sem hann nefnir „dansklyndi og prjálgirni þeirra sem mest hafi fjárráð" standi í vegi þess- ara „þjóðreisnarmanna". Síðan bætir hann við: Ymsir hafa á síðustu árum unnið mjög að viðreisn heimilisiðnaðar- ins á Islandi. Og vel sje þeim, sem þar hafa að verki verið. En þess verða þeir að gæta, að ekki er vel unnið, án þess að staðið sje á gömlum íslenskum merg. Þegar nýtt er skapað, verður það að eiga rætur í íslenskum jarðvegi. Ella verður híbýlaprýðin nokkuð á annan veg en skyldi. Listasmekk manna þarf að þroska, kenna þeim að skilja það, að ekki er nóg að fylla hús sín af vel gerðum munum, ef þeir eru með öllu ósamstæðir og eiga ekki rót sína í íslenskri þjóðarsál. Óþjóðlegur og ólistrænn heimilisiðnaður getur auðvitað orðið til að spara mönn- um fje - og vel má vera, að heim- ilin geti hreint og beint haft tekjur af slíkum iðnaði, en til menning- arauka verður hann ekki. Guðmundur telur þó vert að skoða ýmsar leiðir sem færar eru til endur- reisnar handverks á íslandi og tekur hann m.a. verk Ríkarðs Jónssonar myndskera og fleiri sem dæmi um að vel hafi til tekist „að færa trjeskurðinn á íslandi í þjóðlegt form". Leggur hann til að Ríkarði, eða öðrum jafnhæfum manni, „væri veittur ríflegur styrkur til að halda uppi vetrarskóla fyrir listhæfa ung- linga, víðsvegar af landinu, skóla, þar sem ekki yrði einungis starfað að skrautgripagerð, heldur og að skornum húsbúnaði, dýrum og ódýrum, íslenskum að anda og yfir- bragði". En jafnframt stingur hann upp á að annar kennari við skólann væri listhæfur húsgagnasmiður. „Hægt væri að smíða húsgögn í bæði gestastofur og samkvæmissali jafnt og í daglegar vistarverur fá- tækra og ríkra, í búr og í eldhús, ekki síður en í svefnherbergi og stof- ur. Smátt og smátt skapaðist íslensk- ur stíll og fólki lærðist að fleira er gott en það sem fengið er frá „Danskinum" (Guðm. G. Hagalín 1925). Það var Halldóri K. Laxness sömuleiðis hugleikið á þessu tíma- bili „að búa til innanstokksmuni með sniði er samrýmist háttum ís- lensks sveitalífs," en hann taldi að til þess þyrfti að leita fyrirmynda út fyrir landsteinana og „bíður hér glæsilegt verkefni úngra gáfaðra húsgagnasmiða og bíldskera" skrif- aði hann frá Ítalíu í október 1925 (Halldór K. Laxness 1925). í tímarit- unum Mentamál og Samvinnunni birtust einnig hugrenningar á þessu tímabili um hvernig heimilisbrag hafi hrakað þrátt fyrir umbætur í húsagerð. Myndskreyttar hugmynd- ir Baldvins Björnssonar gullsmiðs að innra fyrirkomulagi á litlum íslensk- um fyrirmyndarbæ birtust til dæmis í greinaflokki Jónasar frá Hriflu um byggingar í Samvinnunni árið 1928. Þar átti innra skipulag að vera bæði smekklegt og þægilegt og húsmunir svo einfaldir að „þeir megi verða heimagerðir af hagleiksmönnum" (J.J. 1928). Samkeppni um teikningar af ís- lenskum húsgögnum og tilhög- un íslenskrar baðstofu Eins og áður hefur komið fram ákvað Samband norðlenskra kvenna á aðalfundi sínum vorið 1926 að láta gera teikningar af íslenskum hús- gögnum og var heitið til þess 200 krónum í verðlaun. Auk þess bætti ársritið Hlín 100 krónum við verð- launaféð. Framkvæmdanefnd sem skipuð var fulltrúum heimilisiðnað- arnefndar Sambandsins, ungmenna- félaganna og Bandalags kvenna boð- aði til verðlaunasamkeppni um best gerða uppdrætti af borði, bekk, 2 stólum, skáp og rúmi og haganlegri tilhögun í baðstofu. í nefndinni sátu Halldóra Bjarnadóttir, Ragnhildur Pétursdóttir, Háteigi, Guðrún Björns- dóttir, Grafarholti og Guðrún Torfa- dóttir frá Stokkseyri. Halldóra taldi að hér væri komið tækifæri til að gefa alþýðu manna kost á hentugum og smekklegum húsgögnum sem ættu að vera „auðgerð og einföld" en vonaðist jafnframt eftir að hús- gögnin yrðu til sýnis á Landssýning- unni 1930 (Halldóra Bjarnadóttir 1927). Halldóra var jafnframt sannfærð um að fyrirmyndirnar lægju ekki langt undan og væri að finna í sveit- um landsins, til dæmis væru til ís- lenskir stólar sem væru sterklegir, einfaldir og stílhreinir gripir en „.hafa nú víðast hvar verið hraktir fram í búr og eldhús, þeir fáu sem eftir eru, þar verða þeir að hýrast, þykja ekki húsum hæfir, en útl.Jend- ir] 'pinnastólar' svonefndir fylla all- ar stofur." Hún vitnar jafnframt í hvernig einfaldir, haganlega smíðað- ir tréstólar úr Dölunum í Svíþjóð hafi snemma á tuttugustu öld verið lagðir til grundvallar vandaðri hús- gagnaframleiðslu þar í landi, fram- leiðslu sem byggði á teikningum og leiðbeiningum æfðra smiða. Hún taldi húsgagnamálið vera stórmál sem „hefur mikla þýðingu fyrir menningu vora" og nauðsynlegt að allur þorri fólks hafi „greiðan að- gang að uppdráttum að hentugum og smekklegum húsgögnum" (Hall- dóra Bjarnadóttir 1927). Úrslitin - Kristín eða Ríkarður Þrátt fyrir að frestur til að skila inn teikningum hafi verið framlengdur um þrjá mánuði var þátttakan í sam- keppninni raunalega lítil og aðeins þrjár tillögur bárust. I byrjun júlí 1928 voru tillögurnar almenningi til sýnis í Reykjavík og kemur fram í frétt í Morgunblaðinu í kjölfarið að Ríkarður Jónsson hafi fengið verð- laun fyrir uppdrætti að húsgögnum, en Kristín Jónsdóttir fyrir tilhögun í „baðstofu". Stuttu eftir það birtir dómnefndin, sem skipuð var þeim Guðrúnu J. Briem, Matthíasi Þórðar- HUGUROG HÖND 2006 1 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.