Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 16

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 16
sjást tveir bekkir, borð, fjórir stólar, skrifborð og hornskápur. I fórum fjölskyldu Kristínar eru nú varðveitt borðstofuborð og stólar, hlaðborð og tveir hornskápar og eru allir gripirn- ir málaðir á samræmdan hátt með dökkgrænbláum grunnlit og ámál- uðu skreyti. Utlit annars hornskáps- ins má rekja beint til verðlaunateikn- ingarinnar. Kristín hreifst að sögn mjög af þeim heimilisbrag sem birt- ist í vatnslitamyndum af heimili sænska myndlistarmannsins Carls Larssons og konu hans Karinar, Lilla Hyttnás í Sundborn, í bókinni Ett Hem sem kom fyrst út skömmu fyrir aldamótin 1900. Þann heimilisbrag má einnig tengja fagurbótahreyfing- unum bresku og umbótum í heimil- isrækni sem fram komu meðal ann- ars hjá norrænu heimilisiðnaðarfé- lögunum (Naylor 1997). Lokaorð Ekki varð Halldóru að ósk sinni um að húsgögnin væru sýnd á Lands- sýningunni 1930 né að þau yrðu eft- irsóttar fyrirmyndir hagleiksmanna. Ljóst er að forsvarsmenn húsgagna- samkeppninnar studdust að ein- hverju leyti við fordæmi frá ná- grannalöndunum við að þróa fyrir- myndir að húsgögnum í þjóðlegum stíl og að umræðan meðal þeirra sem létu sig málið varða snerist ekki síður um endurbætur á híbýlum þorra fólks í landinu jafnframt því að styrkja innlendan heimilisiðnað og að bæta heimilisbrag. Það er þó eftirtektar- vert að enginn fulltrúi iðnaðarins, hvorki „listhæfur húsgagnasmiður" né húsameistari, tók þátt í þessari samkeppni né lagði orð í belg í um- ræðunni. Einmitt á þessu tímabili var nokkur gróska að myndast hjá innlendum húsgagnaverkstæðum þar sem smíðaðar voru bæði innrétt- ingar og stök húsgögn eftir teikning- um arkitekta, m.a. í opinberar bygg- ingar á íslandi. Rúmum áratug síðar, eða 1939, fór hins vegar fram önnur samkeppni um húsgögn í stofu í sveit á vegum Teiknistofu landbún- aðarins og báru þá sigur úr býtum þrír ungir húsgagnasmiðir / hús- gagnateiknarar sem allir höfðu kynnst kenningum nútímavæðingarinnar um notagildi hluta í námi sínu er- lendis. í tillögum þeirra var engin merki að finna um sérstakan „íslensk- an stíl" (Arndís Árnadóttir 1996). Prentaðar heimildir: Amdís S. Árnadóttir (1996). A critical survey of the resources for the study of Scandmavian furniture and interiors c. 1930-1945, with special reference to Iceland. Óbirt MA-ritgerð við De Montfort University, Leicester. Áslaug Sverrisdóttir (2001). Þjóðlyndi, fram- farahugur og handverk. Óbirt MA-ritgerð við Háskóla Islands. Brandur (1920). „Nauðsynjar og óhóf." Morgunblaðið, 24. sept. Guðmundur Gíslason Hagalín (1920). „Heimilisiðnaður í Harðangri." Morgun- blaðið 1. sept. Halldór Laxness (1925). „Af íslensku menn- íngarástandi." Vörður. Endurbirt í Afmenn- ingarástandi. Reykjavík, 1986. Halldóra Bjarnadóttir (1927). „Verðlauna- samkepni um uppdrætti að íslenskum hús- gögnum." Hlín 11. árg., s. 37-41. „Húsbúnaður" (1924). Mentamál, 1. árg. „Húsgagnasamkeppnin" (1928). Morgun- blaðið 15. júlí. „Húsgagnasamkeppnin" (1928). Morgun- blaðið 19. júlí. „Húsgagnasamkeppnin og Samband norð- lenskra kvenna" (1928). Morgunblaðið 30. sept. „Húsgagnateikningar" (1928). Morgunblað- ið, 13. júlí [tilkynning]. „Islenskur húsbúnaður og framkvæmda- nefnd heimilisiðnaðarmála" (1928). Morg- unblaðið 26. júlí. J.[ónas] J.[ónsson] (1928). „Byggingar." Samvinnan 14. árg., 3-4, s. 260-265. „Keppni um smíðateikningar fyrir hús- gögn" (1927). Morgunblaðið, 31. des. Naylor, Gillian (1997). „Domesticity and design reform: The European context." Carl and Karin Larsson Creators of the Swedish Style. London, s. 74-87. Ríkarður Jónsson (1928). „Húsgagnasam- keppnin." Morgunblaðið 29. júlí. Ríkarður Jónsson (1928). „Skýringar við myndirnar. íslensku húsgögnin." Hlín 12. árg., s. 151-154. Aðrar heimildir: Lbs. án númers. Gjörðabók Heimilisiðnaðarfé- lags íslands 1913-1962. Viðtal við Huldu Valtýsdóttur 5. nóv. 2005. ... þarna gengu nálarnar, skærin, saumavélarnar og pressujárnin allt fram á síðasta dag, allt í samráði við útlend tízkublöð og snið, sem höfðu verið fengin að sunnan, því auðvitað var strax ákveðið, að ungfrú Rannveig kastaði íslenzka búningnum á skipsfjöl og tæki upp hinn danska, eins og frú Þuríður hafði gert, þegar hún sigldi. ... þá var fengin útlærð saumakona af Aðalvík, því auðvitað annaði Rannveig ekki ein öllum þessum tímafreka sauma- skap á kjólunum, svo sem púffum, ganeringum, pífum og frunsum, ekki sízt þarsem hún hafði ærið að starfa við að prjóna, hekla, knippla og útsauma nærklæði sín, auk rekkjuvoða og koddavera. Halldór Laxness, „Ungfrúin góða og húsið", Fótatak mannanna. Þorsteinn M. Jónsson, 1933, s. 13-14 16 HUGUR OG HÖND 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.