Hugur og hönd - 01.06.2006, Síða 26
Skautbúningur Lydiu
HeiðurVigfúsdóttir
íslenskir þjóðbúningar hafa löngum notið athygli fyrir
sérstakan stíl og fagurt handbragð. Skautbúningur Lydiu
sem hér verður fjallað um er gott dæmi um vel gerðan
búning.
Fram um miðja 19. öld var fatnaður í almennri notkun
mjög bundinn hefðum. Með breyttum tíðaranda og nýj-
um tískustraumum var farið að blanda hlutum af eldri
búningum við nýja aðflutta tísku. Það var stundum kall-
að að búa sig upp á danskan móð. Með þeirri vakningu
sem varð í þjóðmálum á þessum tímum breyttust viðhorf
til minja og sögu, þjóðlegt skyldi njóta virðingar. Einn
brautryðjandinn sem stuðlaði að varðveislu minja frá
fyrri tímum var Sigurður Guðmundsson málari sem
meðal annars var umhugað um búninga kvenna.
Sigurður vildi endurvekja áhuga fólks á íslenskum
búningum og teiknaði búning með hliðsjón af eldri bún-
ingum, einkum faldbúningnum, en hann hafði verið há-
tíðabúningur kvenna um langt skeið. Búningi Sigurðar
fylgdi höfuðbúnaður, skaut (faldur), sem hann síðan dró
nafn af. Fyrstu skautbúningarnir sem gerðir voru að til-
lögum Sigurðar voru unnir um 1860. Varð skautbúning-
urinn brátt vinsæll sem viðhafnarbúningur kvenna jafnt í
þéttbýli sem til sveita. A síðustu áratugum hafa fáir
skautbúningar verið gerðir enda er það mikil og vanda-
söm vinna.
Listamaðurinn Guðmundur Einarsson frá Miðdal lét
gera skautbúning fyrir konu sína Lydiu Pálsdóttur sem
varð fertug árið 1951. Lydia var þýsk að uppruna og var
18 ára þegar hún kom til landsins. Skömmu eftir komu
hennar gaf Margrét Zoega (f. 1857), ömmusystir Guð-
mundar, Lydiu gamlan upphlutsbol sem hún saumaði
sér pils við og notaði þar til hún fékk nýjan upphlut.
Ljóst er að Lydia hefur haft lifandi áhuga á íslenskum
búningum því að hún eignast síðar nýjan upphlut og
peysuföt, síðar saumar hún ungri dóttur sinni bæði upp-
hluti og peysuföt. Naut hún aðstoðar og ráðgjafar við
saumana hjá Kristínu Jónsdóttur og Ingibjörgu Eyfells
sem ráku fyrirtækið Baldursbrá. Myndlistarkonan Gunn-
fríður Jónsdóttir sem var menntaður klæðskeri, var henni
líka einatt innan handar. Gestkvæmt var á heimilinu og
var dóttirin gjarnan klædd í búning er erlenda gesti bar
að garði.
Guðmundur var listamaður og lagði eigin hugmyndir
til gerðar skautbúningsins sem hér er sagt frá. Hann
Lydia PAlsdóttir árið 1954 ásamt Auði dóttur sinni 11 ára. Myndin
er tekin á vinnustofu Guðmundar frá Miðdal. Ljósm. Helga Fitz.
teiknaði mynstrin fyrir útsauminn og víravirkið. Guð-
mundur hefur haldið sér við þann stíl sem Sigurður Guð-
mundsson hafði á blómamynstrum sínum svo að þessi
26 HUGUROG HÖND2006