Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Side 27

Hugur og hönd - 01.06.2006, Side 27
Mynsturuppdráttur að blómsturbekk á samfellu - undirskrift og dagsetning. mynstur voru mjög í anda verka Sigurðar. Jakobína (Bína) Thorarensen baldýraði með gylltum vírþræði mynstrin í flauelið á erma- og barmborða á treyjunni. Hvítt brjóst vann Ingibjörg Eyfells (í Baldursbrá) með enskum saum. Samfellan (pilsið) er skreytt blómsturbekk sem Elísabet Einarsdóttir Waage saumaði með listsaumi (kúnstbróderíi) í gulum litum, um 40 litbrigðum. Búning- inn saumaði svo Elísabet úr svörtu satíni (skv. skráningu Lydiu). Nettur faldur fylgir ásamt blæju með ásaumaðri blúndu og faldhnút sem Unnur Ólafsdóttir gerði. Hand- bragðið á allri þessari vinnu er prýðisgott. Kvensilfrið er spöng, stokkabelti með sprota (sprotabelti), ermahnappar og næla sem allt er unnið í víravirki. Guðmundur Helgi Guðnason gullsmiður sem starfaði hjá Árna B. Björnssyni gullsmið gerði alla þessa hluti af miklum hagleik. Þenn- an búning bar Lydia við hátíðleg tækifæri. Mynstur á boðungum og brjóstið. Mynstur í samfellu (pilsi). Armband. Brjóstnál. HUGUROG HÖND2006 27

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.