Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 29

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 29
Selskinnsskór úr Skaftafellssýslu Sigrún Helgadóttir Þorgerður Hlöðversdóttir Herdís Pétursdóttir HeiðurVigfúsdóttir Lengd: Ein löng spönn (frá þumalfingur- gómi til löngutangargóms á útglenntri hendi) að viðbættri lengd löngutangar. Á árunum 1982-85 kom Sigrún Helgadóttir, núverandi formaður Heimilisiðnaðarfélags Islands, oft í þjóðgarðinn í Skaftafelli og naut þá gjarnan gestrisni Ragnars Stefáns- sonar þjóðgarðsvarðar og Laufeyjar Lárusdóttur konu hans. Einhvern tíma þegar setið var að spjalli kom fram að Laufey hefði á yngri árum saumað skó úr selskinni. Þær upplýs- ingar gleymdust ekki þótt árin liðu. Um 20 árum síðar átti Sigrún leið um Freysnes og hitti Önnu Maríu, hótelstjóra í Hótel Skaftafelli, dóttur þeirra Ragnars og Laufeyjar. Spurði Sigrún tíðinda af Laufeyju og fékk að heyra að hún væri við góða heilsu. Sigrún hafði þá á orði við Önnu Maríu hvort mamma hennar gæti kannski enn gert selskinnsskó og jafnvel kennt listina áhugasöm- um konum. Önnu Maríu fannst það ekki ólíklegt en taldi þó að erfitt gæti verið að finna selskinn verkað á gamla mátann. Seinna sama sumar gekk Sigrún um Norðurstrandir og kom að Dröngum. Þar var heimilisfólk á leið til selveiða. Sigrún spurði þá hvað gert væri við skinnin og hvort hugs- anlega væri hægt að fá selskinn, spýtt og skafið eins og gert hefði verið áður fyrr. Drangamenn tóku vel í það. Sigrún hafði líka samband við Örn Þorleifsson á Húsey við Héraðsflóa og falaðist eftir skinni. Svo fór að allir voru fúsir að útvega skinn og þegar til kom var Sigrún bæði komin með skinn af ungum sel (vetrungi) að vestan og annað þykk- ara af eldri sel að austan. Skinnin voru stíf og hörð, höfðu verið spýtt, skafin og þurrkuð. í upphafi árs 2004 sótti Heimilis- iðnaðarfélagið um styrk til Þjóðhá- tíðasjóðs til að unnt væri að skrá- Breidd: Mæld með því að setja skinnið tvöfalt á milli löngu- tangar og vísifingurs og mæla við löitgutöng. Á selskinnsskóm eru hárin alltaf látin snúa aftur þ.e.frá tá að hæl. Skinnin eru merkt á röng- unni og síðan skorin. Gott er að nota reglustiku til að skera eftir. Við hælinn er skinnið ekki skorið alveg í gegn heldur brotið saman og rist í sundur með hnífog þess gætt að hárin við skurðbrúnina haldist heil. Skæðið er brotið sam- an og skorinn fleygur fyrir hæl. HUGUROG HÖND2006 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.