Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Page 30

Hugur og hönd - 01.06.2006, Page 30
setja þessa þekkingu og vinnubrögð sem svo fáir kunna í dag og fékk fé- lagið 200.000 krónur til verksins. A vordögum 2005 fóru fjórar kon- ur austur í Öræfasveit og settust upp í eldhúsinu hjá Laufeyju. Fer hér á eftir lýsing á skógerðinni þessa ógleymanlegu helgi í skjóli Vatna- jökuls. Efni og áhöld til selskinnsskógerðar Selskinn, spýtt og skafið reglustika til að skera eftir og mæla skinnið beittur hnífur til að skera skinnið þríydd (þrístrend) nál fínt seglgarn eða hörtvinni grarmt snæri til að snúra með skóopið fingurbjörg fjöl eða kiistskaft ef á að skafa skinnið að hluta Skór sniðnir og skæði lagt í bleyti Skinnið er skoðað til að nýta það sem best og þess gætt að báðir skór verði svipaðir í útliti. Ymist eru skæðin sniðin eftir miðju skinninu eða þau eru skorin úr skinninu hlið við hlið álíka langt frá miðju. Þá verða skórnir samhverfir á lit, rétt eins og selurinn. Stærð skónna, lengd og breidd, er mæld eftir hendi þess sem á að fá skóna. Sú mæliaðferð er þó ekki óyggjandi og hver og einn þarf að læra af reynslunni á hvern hátt hann getur skorið skæði í skó eftir hendi sinni. Margt var rætt yfir saumunum og fræddi Laufey okkur óspart um siði og venjur fyrri tíma, einkum þar sem skófatnaður kom við sögu. Skógerð var kvenmannsverk en karlar veiddu selinn og verkuðu yf- irleitt skinnin. Skinnin voru spýtt, þ.e. strekkt á fjöl eða gamalli hurð, þau þurrkuð og skafin af þeim fitan. Þá mátti stafla þeim til geymslu. Selskinnsskór eins og hér er lýst voru hvorki bryddaðir né skreyttir enda ætlaðir til daglegra nota. Þeir þóttu ekki fínir en höfðu það um- fram sauðskinnsskó að endast leng- ur og í þeim var skinnið fitumeira svo að þeir héldu raka betur frá fót- um. Skinn af gömlum sel var þykk- ara og sterkara en af ungsel. Öllum skinnafgöngum var haldið til haga til að nýta í barnaskó eða bætur á slitna skó. Stundum voru hárin skafin aflpeim hluta skæðisins sem kemur upp áfót- inn. Hárin eru látin halda sér á ilinni. Laufey strekkir skæðið yfir kústskaft og skefur það með vasahnífnum sín- um. Áður en hægt er að sauma skóna verður skæðið að liggja í bleyti. Tásaumur á báðum skóm er saumaður áður en haldið er áfram. Skómir eru saumaðir sam- an með seglgarni. Skæðið er brotið saman langsum eftir miðju þannig að rangan snýr út og tásaumur gerður meðþéttu þræðispori rétt við brún. Hnútur er gerður á þráðinn, byrjað við brúnir, skóop, og saumað inn að tá og varpað lítillega í lokin til að festa endann. Áður fyrr var minna um snæri heldur en núna. Þá var unnið garn sem haft var í snúruna. Það var gert þannig að ull var kembd og úr henni spunnið frekar fínt band. Síð- an voru raktir saman margir þræðir og tvinnaðir saman, var hafður á bandinu mikill snúður (snarpt) og rakið í hnykil, einnig þótti gott að láta það aðeins leggjast, þá var það betra viðureignar. Þetta er sama að- ferð og að gera strengi á rokk. Lík- lega var þetta frekar unnið svona fyrir sauðskinnsskó heldur en sels- skinnskó, því að selsskinnskórnir voru alltaf óvandaðri. Sauðskinnsskór voru betri skórn- ir. Skinnið var ýmist litað úr sortu- lyngi eða blásteini og þeir voru bryddaðir með hvítu, vel verkuðu þunnu skinni af nýbornu lambi. Við smalamennsku og erfiðar göngur voru notaðir svonefndir gönguskór, heimagerðir skór úr nautshúð, sem voru duglegri (slitsterkari) en skór úr selskinni. Þegar gúmmískór komu á mark- að dró úr notkun selskinnsskóa. Ljósm: Þorgerður Hlöðversdóttir Heiður Vigfúsdóttir Skæði sem hafa verið rökuð að hluta. Takið eftir vikinu við hælinn. Búið er að sauma tásauminn með þræðispori. 30 HUGUR OG HÖND 2006

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.