Hugur og hönd - 01.06.2006, Síða 33
mér, þú ert ekki hræddur við efnið
þegar þú skerð svona". Það vildi til
að þeir gátu bjargað þessu með því
að líma niður flaskann sem losnaði
þarna. Sveinn leggur áherslu á að
nýta efnið: „Ja sko formið, ef maður
er með þykka spýtu og sker þá bara
hálfan sentimeter, er eitthvað varið í
það? Þú ert með þriggja sm spýtu og
lauk þeim verkefnum sem fyrir lágu
áður en hann fór að sjá um sig sjálf-
ur eins og sagt er. Af Laufásveginum
fór hann upp á Freyjugötu 40. Bene-
dikt Guðmundsson byggði sér bíl-
skúr þar og var með vinnustofu í
hluta hans. Sveinn leigði í skúrnum
hjá honum. Benedikt gerði við göm-
ul húsgögn en Sveinn skar út og
hjálpaði honum með það sem þurfti.
Þaðan flutti Sveinn í kjallaraherbergi
á Grettisgötu og svo á Skeggjagötu
1967. Sveinn hefur verkstæði sitt í
kjallaranum og er það bæði lítið og
þröngt. Húsnæðið hefur ekki hindr-
að Svein í að vinna stór verk og
nefndi hann sem dæmi að þegar
hann var að skera vindskeiðarnar á
Gísli J. Ástþórsson skapaði teiknimyndirnar wn Siggu Viggu, Gvend og Blíðu. Vinir hansfengu Svein til að skera þær út og gáfu höfund-
inum. Ísleiískt birki. Ljósm. Sveinn Ólafsson.
þarft að fara a.m.k. tvo sm niður til
að fá eitthvað form í það sem þú ert
að búa til."
Þegar Sveinn tók sveinspróf
þurftu nemarnir að teikna upp próf-
stykkið í fullri stærð og prófnefndin
að samþykkja teikninguna. Síðan
áttu þeir að minnka teikninguna
niður í Vi og nota aðeins reglustiku
og millimetramál, það var hin eigin-
lega prófteikning. Prófnefndin
skammtaði tímann fyrir útskurðinn
og fékk Sveinn fjórar vikur. Hann
var ekki alveg búinn á þeim tíma,
þurfti að fá viku í viðbót. Ríkarður
Jónsson, sem hafði þá unnið 30 til 40
ár við útskurð, var í prófnefndinni
og sagði: „Eg hefði klárað á þessum
tíma" og þótti engum mikið.
Karl Guðmundsson lést stuttu
eftir að Sveinn lauk námi. Sveinn
var þá enn í vinnu hjá honum og
Guðspjallamennirnir Mattheus og Andr-
és skornir úr eikfyrir kirkjuna á Sauðár-
króki um 1980. Ljósm. Sveinn Ólafsson.
skálann í Þórsmörkinni fyrir Ferða-
félagið, hafði hann búkka undir og
var með kafla af þvottahúsinu og
ganginn alveg fram að dyrum fyrir
hvora vindskeið. Þá hefði haft mikið
að segja að hafa góða nágranna til
að geta lagt undir sig kjallarann.
Þegar Sveinn var í námi fékk
Lúðvík Guðmundsson hann til að
kenna útskurð við Handíðaskólann.
Honum líkaði ekki aðbúnaðurinn og
kenndi þar í skamman tíma. Sveinn
var spurður að því nokkrum sinn-
um, hvort hann vildi ekki taka
nema. Hann kvaðst alltaf hafa verið
með svona lítið húsnæði og það
væri ekki nógu hagkvæmt að taka
nema til fjögurra ára og hafa ekki
nóg að gera sjálfur. Hann sagðist
aldrei hafa þorað eða viljað leggja í
það. I fáein ár leiðbeindi Sveinn við
handavinnudeild Kennaraháskóla
HUGUROG HÖND2006 33