Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2006, Qupperneq 34

Hugur og hönd - 01.06.2006, Qupperneq 34
íslands nokkra daga á ári þar sem hann kenndi verðandi smíðakennur- um handtökin við útskurð. Yfir- kennari smíðadeildar Iðnskólans í Reykjavík, Sigurbjartur Jóhannes- son, kom að máli við Svein og spurði hann hvort hann vildi ekki segja til í útskurði í Iðnskólanum og hann sló til. Kennslan hófst í janúar 1997 og var kennt í kvöldskólanum. Síðast kenndi Sveinn í Iðnskólanum haustið 2000. Fyrst eftir að Sveinn lauk námi var mikið um skreytingar á hús- gögnum, en þegar tekktímabilið kom breyttist þetta. Tekkhúsgögnin voru slétt og engin skreyting á þeim, þá datt alveg niður húsgagnaskreyt- ingin. Tískan hefur áhrif á þetta eins og hvað annað. Þetta var um 1954-1956. Eftir það voru menn ein- göngu í tækifærisgjöfum og ýmsum viðvikum fyrir aðra. Sveinn sagði: „Þá verður svo lítið að gera að mað- ur hafði varla nóg. Maður var svona að renna fyrir húsgagnasmíðar og eitt og annað fyrir utan útskurðinn. Nú svo hefur þetta gengið svona." Sveinn nefndi sem dæmi um sam- dráttinn að kona hans hefði á tíma- bili verið launahærri en hann, hún var saumakona og saumakonur hafa aldrei talist hálaunaðar. Kona Sveins er Jóna Gíslunn Árnadóttir og eiga þau þrjú börn. Eitt stærsta verkið sem Sveinn hefur unnið er endurgerð postul- Skjöldur afræöustól Alþingis, skorinn úr eik um 1970. Stærð 50 sm í þvermál. Ljósm. Sveinn Ólafsson. anna tólf og Kristsmyndarinnar í kirkjunni á Þingeyrum en frum- myndirnar eru varðveittar á Þjóð- minjasafninu. Hulda Stefánsdóttir kom að máli við Svein og bað hann að vinna þetta verk. Þegar Hulda kom að Þingeyrum sagði gamalt fólk henni af postulunum sem voru í kirkjunni, þeir hafi allir verið málað- ir og að þeir hefðu verið seldir úr kirkjunni. Hún kvaðst vera gömul kona og sig langaði til að sjá þá komna í kirkjuna áður en hún dæi. Það tókst, Þjóðminjasafnið lánaði Sveini postulana, tvo og tvo í einu, til að vinna eftir. Baldur Edvin mál- aði þá og hafði til hliðsjónar litina á gamla altarisstólnum frá Vatnsfirði. í Sauðárkrókskirkju eru styttur af tveimur guðspjallamönnum, Andr- ési og Matteusi. Þegar kirkjan var stækkuð urðu til skápar sitt hvoru megin í forkirkjunni þegar komið er inn. Þar vildi Stefán Jónsson arkitekt setja styttur af verndardýrlingum kirknanna á Sjávarborg og Krossi, en þær lögðust af þegar kirkjan á Sauð- árkróki var byggð. Stytturnar eru um einn metri á hæð. Sveinn teikn- aði þær fyrst lauslega og mótaði síð- an í leir. Hann fór svo með sinn karl- inn undir hvorri hendi norður á Sauðárkrók og sýndi þá í kirkjunni. Eftir það skar hann þá í eik. Á húsi Búnaðarbankans í Austur- stræti var veggmynd úr bronsi af sáðmanninum, um 60 sm á hæð. Frummyndina skar Sveinn, hann þurfti að höggva innan úr myndinni þannig að hún væri öll um 1 sm að þykkt til þess að hægt væri að steypa eftir henni myndina sem var utan á bankanum. Um 1970, þegar Alþingishúsinu var breytt, fékk arkitektinn Sveinn Kjarval nafna sinn til að skera skjöld á ræðustól. Miðju skjaldarins prýðir Lögberg og landvættirnar í kring. Hann var lengi notaður sem stilli- mynd í sjónvarpinu, án þess að kynna höfund hans. Þegar Alþingis- húsinu var aftur breytt í fyrra horf var ekki lengur þörf fyrir ræðustól- inn þar. Seinast vissi Sveinn um stól- inn í Iþöku, húsi Menntaskólans í Reykjavík. Verk eftir Svein eru afar fjölbreytt, bæði hefur hann unnið eftir gömlum gripum, t.d. Ufsakrist fyrir Þjóð- minjasafnið og stafkirkjuna í Vest- mannaeyjum, og hannað sjálfur verkin, t.d. veggskreytingu með vík- ingaskipi í Hrafnistu í Reykjavík. Munstrin mörg hver eru bara til á gripunum eða í höfði Sveins því oft- ar en ekki teiknaði hann beint á spýtuna. Sveinn hefur ekki aðeins fengist við að skera í tré, hann hefur skorið í hvaltennur, horn og bein. Lúðvík Kristjánsson fékk hann til að tálga úr ýsubeini allskonar fugla og dýr til að ljósmynda fyrir ritverk sitt Islenskir sjávarhættir. Gelgjubeinið í Veggmynd skorin í birki 1980. Stærð um 22x30 sm. Ljósm. Sveinn Ólafsson. 34 HUGUROG HÖND2006

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.