Hugur og hönd - 01.06.2006, Side 36
íleppamunstur
Héléne Magnússon
Símunstur á prjónuðu vesti sem unnið var upp úr hamarrós á grundvelli leppanna nr. 19.
Uppskrift að vestinu er aðfinna í bókinni Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem er væntanleg.
Haustið 2000 kynntist ég íslenskri
prjónahefð, þá sem nemandi við
textíldeild Listaháskóla Islands. Við
skoðun á íslensku prjóni beindist
áhugi minn fljótlega að íleppum, en
eins og lesandinn veit eflaust fyrir
eru íleppar innlegg sem sett voru til
hlýinda og þæginda t.d. í sauð-
skinnsskó, roðskó (íleppar nr. 9) og
jafnvel í gúmmískó þegar þeir komu
til sögunnar. Ilepparnir sáust því
sjaldan og einmitt af þeim sökum
kemur það skemmtilega á óvart
hversu litríkir lepparnir geta verið,
ekki síst þegar haft er í huga að föt
almennings voru yfirleitt í dökkum
litum eða þá sauðalitunum. Einnig
kemur á óvart hversu mikil vinna
var oft lögð í gerð leppanna, enda
áttu hinir fótum troðnu leppar yfir-
leitt stutt líf fyrir höndum.
Ástæða þess að íleppar kveiktu
áhuga minn í upphafi var ekki síst
sú hversu litríkir, fjölbreyttir og fal-
legir lepparnir reyndust vera við
nánari skoðun. I framhaldinu hóf ég
að taka myndir af íleppum, alls stað-
ar af landinu, í þeim tilgangi að
reyna að safna saman á einn stað og
varðveita öll þau munstur sem not-
uð voru við gerð íleppa. I safninu
eru nú yfir 300 myndir, án þess þó
að ég telji mig hafa fest alla tiltæka
leppa á filmu. Afrakstri athugana
minna á íleppum undanfarin ár hef
ég reynt að koma fyrir í bók, Rósa-
leppaprjón í nýju Ijósi, sem koma mun
út á næstunni hjá útgáfufélaginu
Sölku. í bókinni verður farið ítarlega
yfir sögu rósaleppaprjóns og aðferð-
ir við gerð íleppa. Ekki síst mun þó
áhersla verða lögð á hvernig þessi
gamla hefð getur nýst í nútímanum.
Verða því birtar í bókinni yfir 25 nýj-
ar prjónauppskriftir sem allar eru
byggðar á gömlum íleppamunstrum
með einum eða öðrum hætti. Ein
slík uppskrift er birt hér á eftir. Upp-
skriftinni vil ég fylgja úr hlaði með
nokkrum orðum um íslensk íleppa-
munstur og sérstöðu þeirra.
íleppa má flokka með ýmsum hætti,
t.d. eftir aðferðum. Slyngdir leppar
(íleppar nr. 1 og 2) voru oftast prjón-
aðir tveir saman í hring með sléttu-
prjóni og tvíbanda munstri og klippt
í miðjunni. Þeir voru fóðraðir og
slyngdir í kring, en með slyngingu
er átt við að fótofið band sé saumað
í kring um leppinn samhliða því að
það er ofið. Munstur á slyngdum
leppum voru ekki ýkja margbreyti-
leg. Þau voru fyrst og fremst einlita
rósir, aðallega áttablaðarósir, og
rendur. Mikil vinna lá þó í slyngdum
leppum og voru þeir sparileppar.
í öðru lagi skulu nefndir stykkja-
leppar (íleppur nr. 3). Þeir voru ekki
prjónaðir heldur saumaðir úr fjórum
stykkjum, yfirleitt mislitum, oft í
rauðu og svörtu, sem sett voru í
kross. Stykkjaleppar voru oft slyngd-
ir allan hringinn og voru einnig
sparileppar.
í þriðja lagi er til að taka stangaða
leppa sem voru saumaðir úr ull-
arpjötlum eða öðrum efnisafgöng-
um, og stangaðir (íleppar nr. 4 og 5).
Þessir leppar komu ekki fram fyrr
en í byrjun 20. aldar og voru því að-
allega notaðir í gúmmískó. Þetta
voru ekki mjög vandaðir leppar og
hugsaðir einungis til þæginda en
ekki til skrauts.
I fjórða lagi vil ég nefna garða-
36 HUGUROG HÖND2006