Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 41

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 41
Guðbjörg Guðmundsdóttir. Ljósm. Loftur Guðmundsson. sagði að hvarvetna hefði hann mætt vinarhug og hlýleik og móttöku- nefndin gert allt sem í hennar valdi stóð til að ferðalagið mætti takast vel. Það sætti hins vegar furðu að ekki einn einasti bíll skyldi bila á hinni löngu ferð á misjöfnum ís- lenskum vegum. Drottningargjöf Konungsgjafir eru vel þekktar meðal fslendinga, margar sögur og sagnir segja frá slíkum gjöfum. Gjafirnar gátu verið í ýmsum myndum og má þar taka sem dæmi drápur og hesta. Ýmsar slíkar sagnir hafa einnig ratað ixm í bókmenntirnar. Árið 1936 var Guðbjörg Guð- mundsdóttir (1888-1974) búsett á Blönduósi, en hún var eiginkona Páls V. Kolka (1895-1971) sem var héraðslæknir í Blönduósshéraði árin 1934r-1960. Guðbjörg var þekkt hann- yrðakona og er m.a. nokkuð varð- veitt eftir hana á textílsafninu á Blönduósi. Sólveig Sigurbjörnsdóttir (1911- 2005) var eiginkona Björns Sigurðs- sonar (1911-1963) læknis, en hann var héraðslæknir í Miðfjarðarhéraði frá 1930-1944. Mikil og góð sam- vinna var milli heimilanna, lækn- arnir tveir aðstoðuðu hvor annan við skurðaðgerðir og fleiri verk sem vandasöm þóttu en einnig var góður vinskapur og skyldleiki á milli eig- inkvenna þeirra og barna. Gróu dóttur Sólveigar og Björns er enn í minni heimsóknir á heimili Guð- bjargar og Páls. Guðbjörg var mjög hjálpsöm og gjafmild kona, t.d. á hún að hafa far- ið úr fötum og gefið þau gestum og einnig gaf hún bláókunnugum leik- föng barnanna. íslendingar hafa löngum haft fyrir sið að færa kon- ungi sínum gjafir við ólík tækifæri eins og sögur og sagnir segja okkur frá. Guðbjörg ákvað hins vegar að færa drottningu sinni gjöf og hún af- réð að sauma borðdúk með rósa- munstri. Tíminn var þó heldur knappur og sagan segir að þegar drottning Alexandrine kom til Blönduóss var eitt rósablað ósaum- að. Guðbjörg lauk síðar við að sauma dúkinn og gaf hann Sólveigu frænku sinni og vinkonu. Dúkurinn er nú í eigu Gróu Björnsdóttur, dótt- ur Sólveigar, og í fjölskyldunni hef- ur hann ávallt verið kallaður drottn- ingardúkurinn. Lýsing á dúknum Dúkurinn er 95 x 95 sm. að stærð. Saumað er með mislöngum sporum, flatsaum og kontórsting (varplegg) með árórugarni og fínu perlugarni. Heimildir: Morgunblaðið (1936). 12. febrúar, 18.-27. júní og 5. júlí. Viðtal við Gróu Björnsdóttur í nóvember 2005. ... hvenær sem af henni bráði tók hún til að duðra við ísaum sinn. Ég heyrði hana einusinni segja ömmu minni frá því einsog ekkert væri, að þær myndir sem hún saumaði væru minníngar hennar úr Himalæafjöllum; hún bætti því við að minníngar þessar stríddu svo á sig að hún gæti ekki á sér setið að klippa sundur hverja spjör sem hún eignaðist og sauma þær út; ennfremur að manni hennar hefði aldrei haldist á sokkum síðan þau giftust, því hún rekti þá upp til að hafa ísaumsgarn. Þessi afbrigðilegu skorkvikindi og fásénar jurtir úr Himalæafjöllum saumaði hún fyrst hvert uppvið annað í pjötlurnar, og síðan, þegar fleiri komust ekki fyrir hlið við hlið, saumaði hún nýjar pöddur ofaní hinar fyrri og rós oní rós, þángaðtil komnar voru upphleyptar myndir; hún skreytti þær með lokkum sem hún klipti úr gulu hári sínu og fiðri sem hún reytti úr koddanum; seinast var klúturinn orðinn stinnur sem fjöl og mátti reisa hann uppá rönd. Þessar samþjöppuðu myndir urðu svo svipmiklar hjá konunni að það var ekki líklegt að sá sem einusinni leiddi þær augum gleymdi þeim framar. Halldór Kiljan Laxness, Brekkukotsannáll. Helgafell, 1957, s. 204-205 HUGUROG HÖND2006 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.