Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 45
Lene og feldirnir
HeiðurVigfúsdóttir
Vítt og breitt um Eyjafjörð eru bygg-
ingar og söfn sem fróðlegt er að
skoða, einnig hefur verið afar
ánægjulegt að fylgjast með grósk-
unni þar í handverki og listum. Ar-
leg handverkshátíð á Hrafnagili hef-
ur líka laðað að sér margan gestinn.
í Eyjafirði býr Lene Zachariassen,
handverks- og listakona sem oft hef-
ur vakið athygli fyrir fallega og
frumlega hönnun í verkum sínum.
Lene vakti fyrst almenna athygli fyr-
ir að bregða hrosshár á fínlegan hátt
í skartgripi en þau eru fjölbreytt við-
fangsefnin sem hún hefur fengist
við.
Lene og Beate Stormo, sem báðar
eru norskar að ætt og búsettar í hér-
aðinu, hafa undanfarin ár unnið
stöðugt að tilraunum við verkun og
sútun margs konar skinna. Þær hafa
sameiginlega þróað vinnuferlið og
leitað sér víða fróðleiks. Um tíma
hafði Lene líka nema, aðstoðarstúlk-
una Barböru Kepinski. Feldirnir úr
gæruskinnum sem hér er fjallað um
eru sérstakir en við gerð þeirra er
stuðst við norskra hefð sem er alda-
gömul (sjá grein í Hug og hönd árið
2003).
Feldimir eru unnir úr gærum sem
hafa verið sútaðar, saumaðar saman
og skreyttar.
Lene og Beate eiga hugmyndirnar
að myndum sem skreyta holdrosann
á gærunum en þær vísa bæði til
fornra hefða og náttúrunnar. Georg
Hollander handverksmaður í Eyja-
firði sagaði myndirnar í við og skar
út svo að úr urðu eins konar stimpl-
ar. Litur er borinn á þessa stimpla
sem er síðan handþrykkt á skinnin.
Ullin á gærunum heldur sér og er í
fjölbreyttum sauðalitum. Brúnir feld-
anna eru ýmist varpaðar eða lagðar
skrautlegum bryddingum. Feldirnir
eru af öllum stærðum, allt frá því að
vera nettir treflar, slár á axlir eða
stórar ábreiður og eru einkar mjúkir
og hlýir.
Lene býr við Hjalteyri í gömlu
skólahúsi og hefur þar góða vinnu-
aðstöðu. Hún er einnig að útbúa þar
íbúð fyrir lista- og handverksfólk
sem mun geta nýtt
vinnuaðstöðuna. Lene
verkar húðir, skinn (ekki
af gæludýrum) og gærur
fyrir eigin framleiðslu,
eftir pöntunum og til al-
mennrar sölu.
Handverkið við sútun,
samsetningu og skreyti
sitja í fyrirrúmi hjá Lene.
Arangurinn er sá að feld-
irnir hennar eru sannar-
lega augnayndi á að
horfa og ljúfir að fara höndum um
auk þess sem handbragðið allt er að-
dáunarvert.
Það er ánægjulegt að sjá að skinna-
verkun er enn stunduð í Eyjafirði,
þar sem hún á sér langa sögu sem
atvinnugrein.
Ljósm. Lene Zachariassen
HUGUROG HÖND2006 45