Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 48

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 48
Felag áhugamanna um tréskurð Friðgeir H. Guðmundsson tréskurðarmaður formaður Félags áhugamanna um tréskurð Tildrög Það var fyrri hluta vetrar árið 1995 er nokkrir áhuga- menn um tréskurð komu saman til að ræða hvað væri helst að frétta hjá tréskurðarmönnum, því að oftar en ekki er það að menn eru við iðju sína einir og sér í sínu horni og frétta lítið hver af öðrum. Á þessum árum var tréskurðarlistin farin að vekja athygli aftur eftir umtals- verða niðursveiflu er varð um miðbik síðustu aldar, eða frá því að síðari heimsstyrjöld lauk. Eftir því sem tóm- stundir manna fóru að aukast fjölgaði þeim er gerðu tré- skurðinn að sínu tómstundastarfi. Þótti þessum áhuga- sömu mönnum tími til kominn að auka samskipti sín á milli og efla kynni meðal tréskurðarmanna og kynna verk þeirra. Áhugamannafélag stofnað Til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd var fenginn til liðs við hópinn hinn ágæti tréskurðar- og athafnamaður Evert Kr. Evertsson. Var hafist handa við undirbúning að stofnun félags sem hefði það að markmiði sínu að efla og kynna tréskurð á íslandi. Stofnfundur Félags áhuga- manna um tréskurð var síðan haldinn laugardaginn 2. mars 1996 á Scandic Hótel Loftleiðum í Reykjavík. í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir þessir: Evert Kr. Ev- ertsson sem formaður, Jón Adólf Steinólfsson ritari, Stef- án H. Erlingsson gjaldkeri og þeir Vilhjálmur Siggeirsson og Sveinbjörn Kristinsson meðstjórnendur. Það kom glögglega fram á þessum fyrsta aðalfundi að áhugi fyrir tréskurði var mikill, þar sem um 90 manns, konur og karlar á öllum aldri, létu skrá sig sem stofnfé- laga á fundinum. Fleiri komu þar á eftir og var félagatal- an orðin nær 200 þegar boðað var til næsta aðalfundar í september ári síðar og töldust þeir allir stofnfélagar er þá voru gengnir í félagið. Nú eru félagar 150 talsins. Fréttablað Ekki þótti annað við hæfi en að félagið eignaðist mál- gagn. Með fyrsta tölublaðinu í apríl sama ár var náð einu af markmiðum félagsins, sem var útgáfa fréttablaðs. Það þótti við hæfi að gefa málgagninu nafnið Brýnið og und- Frá sameiginlegum jólafundi FÁT og HFÍ í desember 2005. Ljósm. Anna Lilja jónsdóttir. irstrika með því tvíþættan tilgang þess: „semsagt að miðla upplýsingum er varða tréskurð og hagsmuni áhugafólks um tréskurð, jafnframt því að brýna liðsand- ann og hvetja félaga og stjórn til dáða" voru orð for- manns í þessu fyrsta blað. „Brýnið nýttist félaginu á svip- aðan hátt og verkfæri með sama nafni nýttist tréskeran- 48 HUGUROG HÖND 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.