Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Síða 52

Hugur og hönd - 01.06.2006, Síða 52
Heimilisiðnaðarskólinn s Asdís Birgisdóttir Augnsaumur. Refilsaumur. Skógerð. Skólinn er til húsa að Laufásvegi 2, þar sem hann hefur verið rekinn allt frá 1979 er hann var stofnaður. Skólastarfið fer fram í mislöngum námskeiðum yfir vetrarmánuðina. Markmið með skólahaldinu eru einnig markmið félagsins en í lögum Heimilisiðnaðarfélagsins segir: „Hlutverk félagsins er að vernda þjóðlegan íslenskan heimilisiðnað, auka hann og efla, stuðla að vöndun hans og fegurð og vekja áhuga landsmanna á því að framleiða fal- lega og nytsama hluti, er hæfi kröf- um nýs tíma með rætur í þjóðlegum menningararfi." Þessi markmið end- urspeglast í fjölbreyttum námskeið- um. I kennslustundunum er farið höndum um það efni sem unnið er úr, kennt að nota þau tæki sem til þarf, handtökin sýnd og því málfari beitt sem lýsir jafnt efni sem vinnu- brögðum. Námskeið í boði eru: baldýring, bútasaumur, flauelsskurður og perlu- saumur, hekl, hnífagerð: skefti og slíður; höfuðbúnaður: krók- og spaðafaldur; jurtalitun, keðjugerð: víkingakeðjur; knipl, leðursaumur, myndvefnaður, möttulsaumur, prjón: dúkaprjón, handstúkur, íleppar, sjöl og hymur; orkering, sauðskinnsskór, skartgripagerð: perlufestar; skyrtu- og svuntusaumur, spjaldvefnaður, tóvinna, útsaumur: hvítsaumsgerðir, íslenskur útsaumur; útskurður, vatt- arsaumur, vefnaður, víravirki, þjóð- búningasaumur: upphlutur, peysu- föt, herrabúningur, faldbúningur, skautbúningur og kyrtill; þæfing: grunnnámskeið, formþæfing-þurr- þæfing, framhaldsnámskeið og lit- un. Námskeið skólans hafa verið vel sótt undanfarin misseri. Er ánægju- legt að áhugi á ýmsum hefðbundn- um vinnubrögðum fer vaxandi og ekki síst meðal ungra kvenna. Nám- skeið í hekli og prjóni hafa notið æ meiri vinsælda og eru fullskipuð þegar þessar línur eru ritaðar. Á síð- astliðnu hausti kom gestakennari frá Danmörku, Jorgen Hangoi, og kenndi hnífagerð, voru þau nám- skeið mjög vinsæl. Voru námskeiðin fjögur í skólanum og eitt námskeið var haldið á Egilsstöðum. Jorgen er væntanlegur aftur til landsins til að kenna á handverkshátíðinni á Hrafnagili um miðjan ágúst og einnig hjá Heimilisiðnaðarskólanum. Námskeið í þjóðbúningasaumi hafa verið fjölsótt í vetur. Kennarar skólans, Guðrún Hildur Rosenkjær, Oddný Kristjánsdóttir og Jófríður Benediktsdóttir hafa sinnt kröfu- hörðu starfi, því að sívaxandi eftir- spurn er eftir námskeiðum bæði hér sunnanlands og úti á landi. Á haustönn var einnig boðið upp á kennslu í að sauma herrabúninga. Það námskeið sóttu bæði konur og karlar. Námskeið í að sauma fald- búninga hafa verið í boði nú í all- mörg ár. Reglulega er tekið við nýj- um nemendum, en nýr hópur tók til starfa í janúar. Þá eru nokkrar konur vel á veg komnar að sauma skaut- búninga og kyrtla. Umsjónartímar fyrir þessi löngu námskeið eru jafn- an fyrsta laugardag í mánuði, en þá 52 HUGUROG HÖND 2006

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.