Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 11
unar og tengsl þessa við algildi í tungumálum.4 Hér á eftir verður aðeins
litið á hlutverkadreifinguna en ekkert á uppruna eða landfræðilega dreif-
ingu ólíks uppruna.
Málin sem Haspelmath skoðaði allítarlega eru fjörutíu, en hundrað
önnur mál skoðaði hann lauslega til samanburðar og miðaði þá einkum
við handbækur sem eru vitaskuld misnákvæmar. Við athugunina á málun-
um fjörutíu ráðfærði Haspelmath sig í flestum tilvikum jafnframt við
heimildarmenn sem tala málin. Íslenska er í hópi aðalmálanna fjörutíu og
umfjöllunin um hana því nokkuð ítarleg.
2.2 Tengslakortið, meginhlutverkin níu og helstu niðurstöður
Haspelmath kannaði hlutverk fornafnaraða í aðalmálunum fjörutíu. Með
hlutverki á hann við merkingu og/eða samhengi sem fornöfnin koma fyrir
í. Greiningarnar á þessum málum eru settar fram á formi sem hann nefnir
implicational map og verður hér kallað tengslakort. Segja má að tengslakort
sé myndræn framsetning á helstu hlutverkum fornafnaraða og tengslum
þeirra og í henni felst megininntak eða kjarni bókarinnar. Kortið byggist á
ýmsum þekktum aðgreiningum og fyrirbærum sem koma gjarna fram í
fornöfnum, s.s. tiltekið/ótiltekið (e. specific/non-specific), þekkt/óþekkt
(e. known/unknown), neikvætt andspæni (e. negative polarity) í nei kvæðis -
orðum (e. negative polarity items) og valfrelsi (e. free-choice). Hlutverkin sem
Haspelmath hefur á tengslakortinu eru níu:
(1) Hlutverk 1: tiltekið og þekkt (e. specific, known)
Hlutverk 2: tiltekið og óþekkt (e. specific, unknown)
Hlutverk 3: óraunverulegt og ótiltekið (e. irrealis, non-specific)
Hlutverk 4: spurning (e. question)
Hlutverk 5: skilyrði (e. conditional)
Hlutverk 6: óbein neitun (e. indirect negation)
Hlutverk 7: bein neitun (e. direct negation)
Hlutverk 8: samanburður (e. comparative)
Hlutverk 9: valfrelsi (e. free-choice)
Það eru reyndar til fleiri hlutverk en þessi níu, en þetta er kjarni þeirra
hlutverka sem eru algeng í málum heimsins hvað varðar fornafnaraðirnar
„Hefir hver til síns ágætis nokkuð“ 11
4 Fornöfn leidd af spurnarfornöfnum koma helst fyrir í málum í Evrasíu, Ástralíu, N-
Ameríku og S-Ameríku en fornöfn leidd af almennum nafnorðum einkum í málum í
Afríku og Eyjaálfu utan Ástralíu, sjá Haspelmath (1997:241–243).