Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 12
sem Haspelmath hefur til athugunar. Hlutverkunum raðar hann á kortið
eins og sýnt er á mynd 1; línur sýna tengsl hlutverka:
Uppröðunin er þannig að þau hlutverk sem líkjast mest bæði merking-
arlega og málnotkunarlega liggja saman (Haspelmath 1997:119). Ekki gegna
fornöfn öllum þessum hlutverkum í öllum málum, sum tungumál nýta
önnur úrræði fyrir sumt af þessu og í einstaka tilvikum fyrir margt af þessu.
Þá eru fornafnaraðirnar sem Haspelmath fjallar um í sumum mál um einnig
notaðar í öðrum hlutverkum en þessum níu. Dæmi um slíkt væri það eða
þau hlutverk sem nokkur hefur í (2a–b) en þar vísar fornafnið til óljóss
magns eða fjölda. Þarna er nokkur millimagnorð (sbr. 2.1). Annað dæmi væri
merkingin sem einhver hefur í (2c), ‘sérhver, hver og einn’. Sú merking var
til í forníslensku en hún er nú horfin. Þar er einhver almagnorð (sbr. 2.1).
(2) a. Þetta er nokkuð snúið. [‘Þetta er talsvert snúið.’]
b. Hér eru nokkrir menn. [‘Hér eru fáeinir menn.’]
c. Ekki þarf eg að telja upp sakar á hendur þér, en þó eru þær svo
margar og stórar, að einhver má vel endast til, að þú komir aldrei
héðan lífs. (Egils saga, 60. kafli)
Hugsunin að baki tengslakortinu er best útskýrð með því að skoða hvernig
fornafnaraðir einstakra tungumála dreifast á hlutverk kortsins. Á mynd 2
er dreifingarmynd ensku (hlutverkin níu eru með beinu letri en heiti for-
nafnaraðanna eru skáletruð).
Í ensku eru fjórar raðir, some, ever, no og any, og eins og sjá má skarast
þær talsvert. Þannig koma t.d. þrjár raðir, some, ever og any, fyrir í spurn-
ingum og skilyrðissetningum.
Til að átta sig á hlutverkunum er nauðsynlegt að sjá dæmi um þau í
setningum og hér verða sýndar sem dæmi þær ensku setningar sem
Haspel math (1997:2–3) notar sjálfur til útskýringar. Í (3) eru dæmi um
fyrstu tvö hlutverkin:
Katrín Axelsdóttir12
Mynd 1: Tengslakort með helstu hlutverkum sem raðir óákveðinna fornafna
gegna (Haspelmath 1997:64).