Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 14
málum önnur en í já/nei-spurningum og það torveldar samanburð milli
mála (sbr. Haspelmath 1997:81). Í (6) eru dæmi um sjötta og sjöunda hlut-
verk, óbeina og beina neitun:
(6)a. I don’t think that anybody knows the answer. (hlutverk 6: óbein
neitun)
b. Nobody knows the answer. (hlutverk 7: bein neitun)
Í dæminu um óbeina neitun, (6a), er um að ræða fornafn (anybody) í auka-
setningu sem er fylgifiskur neitunar (n’t) í aðalsetningunni á undan. Dæmi
um óbeina neitun eru ekki bundin við slíka yfirskipaða neitun. Óbein
neitun kemur líka fram í segðum þar sem neitun er gefin í skyn, s.s. á eftir
sögnum sem merkja ‘hafna’ og ‘neita’ og forsetningum á borð við án (Haspel -
math 1997:33). Í dæminu um beina neitun, (6b), felst neitunin í nobody.
En segðir með fornafni á eftir neitunarorði innan sömu setningar (s.s. He
didn’t do anything) flokkast líka með beinum neitunum. Í (7) er dæmi um
níunda og síðasta hlutverkið:
(7) Anybody can solve this simple problem. (hlutverk 9: valfrelsi)
Haspelmath (1997:48–49) nefnir að í þessu hlutverki beri fornöfnin gjarna
setningaráherslu og oft sé um að ræða einhvers konar möguleika (e. pos-
sibility) en það er þó ekki algilt. Í íslensku er sem er-röðin (sbr. hvað sem
er) notuð í þessu hlutverki (sjá nánar í 2.3) og í norrænu meginlandsmál-
unum er þarna som helst-röðin (sbr. d. hvad som helst).
Dreifingarmynd ensku (mynd 2) er flóknari en ýmissa annarra mála.
Á mynd 3 má sjá dreifingarmynd sænsku sem er mun einfaldari, raðirnar
eru ekki nema þrjár, någon, ingen og som helst, og þær skarast lítið. Í beinni
neitun er þó hægt að nota tvær raðir (någon og ingen) og einnig í saman-
burði (någon og som helst).
Hlutverkadreifingin getur verið enn einfaldari en í sænsku. Í afríku-
málinu hása eru ekki nema tvær fornafnaraðir og þær skarast ekki (Haspel -
math 1997:74, 300). Á hinn bóginn getur hlutverkadreifing fornafna
verið miklu flóknari en hún er í ensku. Þýska hefur t.d. fimm fornafna -
raðir og þar má sjá mjög mikla skörun (sbr. Haspelmath 1997:68, 245).
Eins og áður segir er helsta niðurstaða bókarinnar hve hlutverkadreif-
ing óákveðinna fornafna er breytingum undirorpin.5 Mál sem eru allskyld
geta haft harla ólíka hlutverkadreifingu.6 Dreifingin er þó takmörkunum
Katrín Axelsdóttir14
5 Mikil fjölbreytni einkennir hlutverkadreifinguna. Engin tvö málanna fjörutíu sem
voru til athugunar hafa nákvæmlega eins dreifingarmynd.
6 Dæmi um náskyld mál með talsvert ólíka hlutverkadreifingu eru t.d. pólska og rúss-