Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 15
háð, hún getur ekki verið hvernig sem er. Þannig getur fornafnaröð í tungu -
máli ekki verið á tveimur aðskildum stöðum á tengslakortinu. Ef röðin er
t.d. notuð í hlutverkum 1 og 2 og í hlutverkum 4 og 5 þá hlýtur hún líka
að koma fram í hlutverki 3 sem er staðsett þarna á milli. Þá eru ekki dæmi
þess að sama fornafnaröð komi fyrir í hlutverki 1 og hlutverki 9.7 Þetta
eru enda þau hlutverk sem eiga minnst sameiginlegt merkingarlega (fjar-
lægðin á tengslakortinu endurspeglar það). Af kortinu má einnig fá hug-
mynd um hvað gerist þegar notkunarsvið fornafnaraða breytist; ef for-
nafnaröð fær með tímanum ný hlutverk þá koma fyrst til skjalanna þau
hlutverk sem eru næst upphafshlutverki raðarinnar á tengslakortinu og
síðar þau sem eru lengra frá.8
2.3 Greiningin á íslensku og mat á henni
Haspelmath (1997:251) gerir ráð fyrir fimm röðum óákveðinna fornafna
í íslensku en þær má sjá í (8):9
(8) a. ein-röðin: einhver, eitthvað, einhvers staðar, einhvern tíma, einhvern
veginn, einhver (hliðstætt)
„Hefir hver til síns ágætis nokkuð“ 15
neska, hollenska og þýska og katalónska og portúgalska (Haspelmath 1997:16). Slík tilvik
benda til þess að breytingar á hlutverkadreifingu geti orðið allhraðar.
7 Haspelmath segir reyndar einnig að sama fornafnaröð komi ekki fyrir í hlutverkum
1 og 8 (Haspelmath 1997:77). Þetta stangast þó á við heimildir hans því að í sænsku kemur
någon-röðin fram í báðum þessum hlutverkum. Nokkur-röðin í forníslensku hefur sömu
dreifingu, sjá 3.2.1.
8 Um spágildi tengslakortsins sjá t.d. Haspelmath 1997:63, 67, 77, 236.
9 Ýmsu mætti bæta við þau dæmi sem Haspelmath sýnir um raðirnar, s.s. neins staðar
og hvernig sem er.
Mynd 3: Dreifingarmynd sænsku (Haspelmath 1997:68, 249).