Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 16
b. nokkur-röðin: nokkur, nokkuð, nokkurs staðar, nokkurn tíma, nokkur
(hliðstætt)
c. enginn-röðin: enginn, ekkert, hvergi, aldrei, engan veginn, enginn (hlið -
stætt)
d. neinn-röðin (n-röðin): neinn, neitt, nein leið, neinn (hliðstætt)
e. sem er-röðin: hver/hvað/hvar/hvenær sem er
Þessar raðir dreifast eins og sýnt er á mynd 4:
Í (9) eru setningarnar sem liggja til grundvallar greiningunni á dreifingar-
myndinni en heimildarmaður um íslensku er Halldór Sigurðsson (Haspel -
math 1997:251–253):
(9)a. Það hringdi einhver/maður í mig í morgun (en ég segi þér ekki
hver). (hlutverk 1: tiltekið og þekkt)
b. Strákurinn sá eitthvað á bak við tréð (en ég veit ekki hvað). (hlut-
verk 2: tiltekið og óþekkt)
c. Kauptu eitthvað/*nokkuð fyrir mig! (hlutverk 3: óraunverulegt og
ótiltekið)
d. Sástu nokkuð/eitthvað? (hlutverk 4: spurning)
e. Ef einhver/??nokkur hringir, viltu þá segja að ég sé ekki heima.
(hlutverk 5: skilyrði)
f. Hún neitaði að viðurkenna nokkuð. Ég held ekki að neinn hafi
komið. (hlutverk 6: óbein neitun)
g. Enginn sá mig./Það sá mig enginn. (hlutverk 7: bein neitun)
h. Hann getur hlaupið hraðar en nokkur/*hver sem er/*neinn annar
í bekknum. (hlutverk 8: samanburður)
i. Þú mátt heimsækja okkur hvenær sem er. (hlutverk 9: valfrelsi)
Við (9a) er tekið fram að eðlilegra sé að nota nafnorð í þessu hlutverki, til-
tekið og þekkt, og þarna er líka sýndur sá möguleiki (maður). Við (9d) er
Katrín Axelsdóttir16
Mynd 4: Dreifingarmynd íslensku (Haspelmath 1997:69, 252).