Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 18
sem finnst nokkur ótækt bæði í (11) og (9e) og þykir einhver koma eitt til
greina. Sumum finnst eðlilegra að nota einhver í báðum tilvikum en þykir
nokkur þó ekki beinlínis útilokað (þetta er sams konar mat og sjá má við
(9e); framan við nokkur eru tvö spurningarmerki en ekki stjarnan sem
myndi benda til þess að fornafnið væri ótækt). Enn öðrum finnst nokkur
ganga í (11) en miklu síður í (9e). Það er forvitnilegt mat og stendur sjálf-
sagt í sambandi við merkingu setninganna í heild. Setningin í (9e) ein-
kennist af hlutleysi; mælandinn hefur hvorki jákvæða né neikvæða af -
stöðu til þess hvort einhver hringi. En segja má að (11) feli í sér neikvæðar
væntingar, hinum ávarpaða er þarna gert ljóst að hann sé of bjartsýnn. Það
er einmitt í hinni neikvæðu setningu sem sumum finnst nokkur ganga, í
hinni hlutlausu verði að vera einhver. Þessi aðgreining er augljóslega af
sama meiði og í spurningum (hlutverk 4); nokkur er þar aðeins notað þegar
neikvæðs svars er vænst eins og áður var nefnt.12 Sennilega finnst flestum
ef ekki öllum eðlilegt að hafa nokkur í samböndunum ef nokkur kostur er
og ef þess er nokkur kostur og þykir einhver síður koma til greina í þeim.
Þetta eru sambönd sem fela í sér litlar væntingar. Í enskum skil yrðis setn -
ing um er áþekkur munur og hér hefur verið lýst (Haspelmath 1997:83,
sbr. Lakoff 1969:610); any-röðin er notuð ef í setningunni felast litlar eða
engar væntingar (If Joan sees any/??some unicorns out there, I’ll eat my hat)
en some-röðin ef búist er við að skilyrðið rætist (If John sees some/??any
goldfish in that tank, it’s not surprising).13 Að hafa nokkur í hlutverki 5 er
ekki nýjung í nútímanum. Hjá Birni K. Þórólfssyni (1925) kemur fram að
nokkur hafi tíðkast í skilyrðissetningum á hans tíð (sjá 4. kafla hér á eftir).
Ef til vill var þessi notkun nokkur tiltölulega ný á tíma Björns. En það má
einnig vera að sú hefð forníslensku að hafa nokkur í skilyrðissetningum
(sjá 3.2.1) hafi aldrei rofnað alveg. Hvað sem þessu líður verður hér talið
Katrín Axelsdóttir18
12 Auðvitað getur fólk í raun og veru vænst jákvæðs svars við spurningu með nokkur:
Áttu nokkuð sykur í kaffið? (Athugið að nokkuð er hér ekki í hliðstæðri notkun.) Það spyr þá
á þennan hátt til þess að láta í ljós kurteisi, hinar neikvæðu væntingar eru þannig aðeins á
yfirborðinu. En þetta skiptir ekki máli í þessu samhengi.
13 Annar svipaður greinarmunur sem Haspelmath ræðir (og vísar til Lakoff 1969:611)
varðar loforð og hótun; some-röðin kemur fram þegar lofað er (If you eat some/*any spi-
nach, I’ll give you ten dollars) en any-röðin þegar hótað er (If you eat any/*some candy, I’ll
whip you). Eitthvað í þessa veru gæti líka verið til staðar í íslensku:
(i) a. Ef þú borðar eitthvað/*nokkuð hollt máttu fá ís á eftir. (loforð)
b. Ef þú segir einhverjum/nokkrum frá færðu að kenna á því. (hótun)
Það er þó ekki svo að einhver gangi ekki í (i)b eins og raunin væri með some-röðina í ensku
í sams konar samhengi. Þetta er því ekki alveg sambærilegt. En þarna virðist nokkur ganga
frekar en í ýmsum öðrum skilyrðissetningum.