Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 19
réttlætanlegt að gera ráð fyrir nokkur-röðinni í hlutverki 5. Röðin ætti því
að ná yfir alls fimm hlutverk á dreifingarmyndinni en ekki þrjú eins og
hjá Haspelmath.
Ástæða er til að ræða ögn nánar greininguna á hlutverki 1, tiltekið og
þekkt. Haspelmath tekur fram að eðlilegra sé að nota nafnorð í þessu hlut -
verki og í (9a) er sá möguleiki einnig sýndur: Það hringdi maður í mig í
morgun (en ég segi þér ekki hver). Í þessari setningu þykir væntanlega flest-
um eðlilegra að nota nafnorðið maður (eða eitthvað sambærilegt eins og
náungi, kona, manneskja) en fornafnið einhver. Það má því spyrja hvort
það sé yfirleitt rétt að gera ráð fyrir ein-röðinni í umræddu hlutverki. En
það geta komið upp aðstæður þar sem erfitt er að finna heppilegt nafnorð.
Dæmi um slíkt er í samtalinu í (12):
(12) A: Stamar Jón ennþá?
B: Já, þetta er eitthvað sem hann losnar aldrei við.
Auðvitað eru til nafnorð sem gætu hér komið í stað eitthvað, s.s. kvilli,
mein eða talmein. En með því að nota þau er mælandinn jafnvel farinn að
leggja eitthvert mat á stamið eða skilgreina það og það var kannski ekki
ætlun hans. Við aðstæður eins og í (12) gæti einmitt verið eðlilegasta
lausn in að nota fornafnið einhver. Hér verður því litið svo á að greining
Haspelmath á hlutverki 1, tiltekið og þekkt, sé rétt; þar sé hægt að nota
ein-röðina en það sé ekki venjulegt. Ástæða er til að nefna að þegar ekki
er um fólk að ræða í hlutverki 1 heldur hluti, fyrirbæri eða atburði þá er
alvanalegt að nota lýsingarorðin dálítill eða svolítill eða jafnvel fornafnið
einn í hvorugkyni:
(13) Ég sá dálítið/svolítið/eitt í morgun sem mér þótti einkennilegt.
Þessi orð tilheyra ekki þeim fornafnaröðum sem Haspelmath skoðaði og
þau eru því ekki með á dreifingarmyndinni. Ekki verður séð að þessi orð
séu eðlilegri kostir en eitthvað í svarinu í (12). Niðurstaðan er því sú að
ein-röðin geti verið besti kosturinn í hlutverki 1 við tilteknar aðstæður.
Í næsta kafla verður litið á hlutverkadreifingu fornafnaraða í fornmáli
og hún borin saman við nútímamál. Sá samanburður byggist á dreifingar-
mynd Haspelmath yfir nútímamál (mynd 4) með leiðréttingunum varð -
andi notkunarsvið nokkur (bein neitun og skilyrði) sem ræddar voru hér
að framan, sjá mynd 5. Til að gera hana gleggri (og hentugri til saman-
burðar við fornmál hér á eftir) eru dreifingarlínur fornafnaraða sem ska-
rast við aðrar raðir hafðar með mismunandi móti.
„Hefir hver til síns ágætis nokkuð“ 19