Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 21
er að ritheimildir endurspegli mjög nákvæmlega talað mál og þýð ingar geta
borið merki málsins sem þýtt er úr. Fornrit eru auk þess jafnan varð veitt í
yngri afritum og geta því ekki verið fulltraustar heimildir um þann tíma
sem verkin voru samin á. Það sem kallað er forníslenska spannar nokkuð
langt tímabil. Elstu ritheimildir eru frá um 1200 og venja er að telja til
forníslensku allt sem er samið fyrir 1500. Handrit geta svo verið miklu
yngri en það. Við ýmsum ofangreindum vandkvæðum er reynt að bregðast
með því að styðjast helst við dæmi úr frumsömdum verkum, alíslenskum
verkum og handritum sem teljast í eldra lagi, þ.e. frá 13. eða 14. öld.
Þær heimildir sem hér er byggt á eru fornmálsorðabækur, einkum
seðlasafn fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP). Einnig var
skoðað hvað einstakir fornir textar í heild höfðu að geyma. Þetta eru þeir
fornmálstextar sem finna má í Íslensku textasafni á vef Stofnunar Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum en þar á meðal eru Íslendingasögur og
-þættir, Fornaldarsögur Norðurlanda, Sturlunga og Heimskringla. Í Ís -
lensku textasafni eru engir lagatextar og því var einnig leitað fanga í Grá -
gás (Grágás 1997). Ef dæmi er í safni ONP er tilvísun sýnd með þeim
hætti sem þar tíðkast (t.d. ONP Mork 4557). Til að spara rými er bók -
fræði legum upplýsingum slíkra dæma sleppt í heimildaskrá en þær má
auðveldlega nálgast á vef ONP. Ef dæmi er að finna í Íslensku textasafni
(og ekki í ONP) er heiti ritsins tilgreint ásamt kaflanúmeri.16 Dæmið og
lengra samhengi er þá í flestum tilvikum auðfundið á netinu.17 Stafsetning
allra fornra dæma er hér til einföldunar samræmd að nútímahætti.
3.2 Meginhlutverkin níu í forníslensku
3.2.1 Hlutverk sem nokkur gegndi
Fornafnið nokkur var í fornu máli miklu algengara en einhver, en nú er
þessu öfugt farið (Katrín Axelsdóttir 2014:286–287). Þetta gefur vís bend -
ingu um að sitthvað hafi breyst hvað hlutverkadreifingu þessara tveggja
fornafna varðar. Sú er líka raunin; í fornu máli var nokkur notað í nokkr-
um hlutverkum sem það sést ekki í á mynd 5. Í (14) má sjá dæmi í Ís lend -
ingasögum um nokkur í fyrstu þremur hlutverkunum, hlutverkum sem
nokkur-röðin gegnir ekki í nútímamáli skv. mynd 5:
„Hefir hver til síns ágætis nokkuð“ 21
16 Í slíkum tilvikum var þó alltaf kannað hvort dæmið ætti sér stoð í fornu handriti.
Eitt þessara dæma fannst ekki í fornu handriti. Það er (18c), í Grettis sögu, en sagan er ekki
varðveitt í eldri handritum en frá s.hl. 15. aldar.
17 Til dæmis á vef Netútgáfunnar: <https://www.snerpa.is/net/fornrit.htm>.