Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 22
(14) a. „En eg mun biðja þig nokkurs hlutar,“ segir Halldór. (Heiðarvíga
saga, ONP Heið 6714, hdr. um 1300; hlutverk 1: tiltekið og þekkt)
b. Nú er að segja frá Skammkatli að hann ríður að sauðum upp með
Rangá og sér hann að glóar nokkuð í götunni og hleypur af baki
og tekur upp og var það hnífur og belti … (Njáls saga, 49. kafli;
hlutverk 2: tiltekið og óþekkt)
c. „Hefir hver til síns ágætis nokkuð,“ segir Gunnar, „og skal þig
þessa eigi lengi biðja.“ (Njáls saga, 77. kafli; hlutverk 3: óraun-
verulegt og ótiltekið)
Í (14a) hefur Halldór tiltekið verkefni í huga handa viðmælanda sínum en
hann lýsir svo rétt á eftir í hverju það felst. Í nútímamáli væri varla notað
fornafnið nokkur heldur frekar lýsingarorðin svolítill eða dálítill eða for-
nafnið einn: Ég ætla að biðja þig um að gera dálítið/svolítið/eitt fyrir mig. Í
(14b) sér Skammkell glitta í eitthvað tiltekið sem hann veit þó ekki hvað
er. Í nútímamáli væri hér notað fornafnið einhver: og hann sér að eitthvað
glóir í götunni. Í (14c) eru hinstu orð Gunnars á Hlíðarenda. Í nútímamáli
væri í slíku samhengi notað fornafnið einhver: Allir hafa eitthvað til síns
ágætis.
Bæði í nútímamáli (sjá mynd 5) og í fornu máli er nokkur-röðin notuð
í spurningum (hlutverk 4). En notkunin er þó ekki alveg sambærileg. Í nú -
tímamáli er nokkur-röðin aðeins notuð ef búist er við neikvæðu svari
(Sástu nokkuð?), annars er notuð ein-röðin (Sástu eitthvað?), sbr. 2.3. Í fornu
máli virðist þessi verkaskipting ekki vera til staðar, sbr. eftirfarandi dæmi
þar sem nokkur-röðin er notuð í spurningum þar sem búist er við jákvæðu
svari:
(15) a. „Vilt þú nokkuru bæta mér bróðurinn því að eg hefi mikils
misst?“ (Njáls saga, 17. kafli)
b. Hann mun þá spyrja þig: „Kannt þú nokkuð í lögum?“ (Njáls
saga, 22. kafli)
c. „Vilt þú nokkuð taka við fjárfari mínu,“ segir Gunnar … (Njáls
saga, 28. kafli)
Í (15a–b) væri notað fornafnið einhver í nútímamáli. Í (15c) hefur nokkuð
stöðu atviksorðs og í nútímamáli væri hvorug fornafnaröðin notuð ef
búist væri við jákvæðu svari. Nokkuð fornmálsins virðist þarna hafa þann
tilgang einan að merkja setninguna sem spurningu.
Í 2.3 hér að framan var minnst á að í skilyrðissetningum í nútímamáli
gætti áþekkrar verkaskiptingar nokkur og einhver og í spurnarsetningum,
Katrín Axelsdóttir22