Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 24
d. Kjós nú einhverja af þessum ellefu og gjalt þar fyrir mörk silfurs …
(Laxdæla saga, 12. kafli; hlutverk 3: óraunverulegt og ótiltekið)
e. En ef hún [dóttir] kveður á eitthvað, þá skal sá þeirra ráða er
hennar ráði fylgir … (Grágás 1997:110; hlutverk 5: skilyrði)
f. Sá á sök þá er vill, nema einnhver varðveiti konuna, og leggi
kostn að fyrir. Þá á sá sökina … (Grágás 1997:126; hlutverk 5: skil-
yrði)
Dæmi (18a–b) hljóma kannski dálítið framandi enda er frekar óvenjulegt
að fornafnið einhver sé notað í hlutverki 1 í nútímamáli.18 En þarna er
örugglega um að ræða tiltekið dýr og tiltekna ferð og í báðum tilvikum er
um að ræða fyrirbæri sem mælendur þekkja. Í (18c) er rætt um tiltekin
klæði en mælandi (höfundur) veit ekki hvaða klæði er kastað í hvert
skipti.
Í nútímamáli tíðkast fornafnið einhver í hlutverki 4, spurningum (þar
sem vænst er jákvæðs svars). En við þessa athugun fundust engin dæmi
um þetta hlutverk í spurningum í fornritunum í Íslensku textasafni, Grá -
gás né í íslenskum dæmum í safni ONP. Það þarf þó ekki endilega að
þýða að ein-röðin hafi ekki verið notuð í spurningum. Í fornum ritum er
aðeins lítill hluti textans bein ræða og dæmaleysið gæti verið tilviljun. Í
safni ONP má hins vegar finna dæmi um einhver í spurningu í norsku
riti.19 En hlutverkadreifing óákveðinna fornafna getur breyst hratt og
dæmi í norskum ritum geta ekki talist traustur vitnisburður um stöðuna
í forníslensku.
Í hlutverki 8 (samanburði) er fornafnið einhver ekki notað í nútíma-
máli. En um það eru dæmi í fornu máli:
(19) a. hæfir þér annars háttar við keisara að gera en við einnhvern ann -
an. (Ambrósíus saga, ONP Ambr 4020, hdr. um 1425–1445)
b. Eg vil bjóðast til ferðar með þér og ætla eg að vera þér miklu meiri
en einhver bóndi. (Sturlunga saga, ONP StuIIR11127x 154, hdr.
um 1696)
Katrín Axelsdóttir24
18 Í nútímamáli væri á hinn bóginn eðlilegt að hafa fornafnið einn í þessu samhengi:
eitt dýr, eina ferð.
19 Í Þiðriks sögu (ONP ÞiðrI 20211, hdr. um 1275–1300) er dæmi um einhver í spurn-
ingu sem myndi útleggjast eða ertu einhver hans jafningi? Handritið er merkt í ONP með
„no./isl.“. Skrifarar þess voru fimm, bæði norskir og íslenskir. Dæmið hér er í bút sem er
skrifaður af Norðmanni (sbr. Þiðriks sögu af Bern I 1905–1911:v, viii).