Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 26
Meðal dæma undir flettunum einhverr og einnhverr (eða 2einn í tengsl -
um við hverr) í seðlasafni ONP eru átta sem eru sögð tengjast neitun („in
conn. with a negation, etc.“) en orðalagið bendir til þess að um gæti verið
að ræða hlutverk 6 og/eða 7:
(20)a. Fátt er svo einhverra hluta að örvænt sé að hitti annað slíkt og er
það líklegast að hér sé enn svo. (Ólafs saga helga, ONP ÓH AM
61 fol 93ra1, hdr. um 1350–1375)
b. Helzt skyldi þetta vera at hátíðisdegi … ef eigi banna einarhverjar
nauðsynjar. (Hirðskrá, ONP Hirð 39516, hdr. um 1325–1350)
c. engi maður er einhver kærri keisaranum … (Karlamagnúss saga,
ONP KlmBx 16936, hdr. um 1700)
d. berjast [þeir] alldrengilega og engi einnhverr betur en Jón …
(Guðmundar saga biskups, ONP GBpA 1877, hdr. um 1330–1350)
e. gerði engi einnhver meira illt en hann. (Hákonar saga
Hákonarsonar, ONP HákFris 4272, hdr. um 1300–1325)
f. eigi hefir meiri hríð verið fyrir norðan land einhver en sú (Guð -
mundar saga biskups, ONP GBp AM 657 c 4o 43v26, hdr. um
1340–1390)
g. Sveinn Úlfsson var ágætur konugur og vinsæll, svo að eigi hefir
einhver Danakonunga ástsælli verið af öllu landsfólkinu … (Knýt -
l inga saga, ONP Knýtl1741x 6112, frumútgáfa frá 1741)
h. En þeir [fylgjendur Sverris] létust eigi það vilja að þjóna honum
[Sverri] til þess, að hann væri eigi hærri en einnhverra þeirra, er
honum þjónuðu. (Sverris saga, ONP Sv81 10729, hdr. um 1475–
1500)
Í (20a) er ekkert neitunarorð en þar er hins vegar orðmyndin fátt, magn -
orð sem getur skapað neitandi samhengi rétt eins og neitunarorð og tekur
þá með sér neikvæðisorð á borð við neinn og nokkur í nútímamáli.20 Orð -
in í upphafi (20a) eru talin vera málsháttur og merkingin er ekki alveg
ljós. Þau eru lögð í munn hinum fótljóta Þórarni Nefjólfssyni. Konungur
hafði rétt áður séð annan fótinn og segist viss um að enginn ljótari fótur
finnist í kaupstaðnum. Orð Þórarins virðast helst merkja að fáir hlutir séu
svo einstæðir að þeir eigi sér vart jafningja. Síðan veðjar hann við konung
um að í kaupstaðnum finnist ljótari fótur, rekur fram hinn fótinn og þyk-
ist vinna veðmálið. Í fornmálsorðabókum kemur ekki fram að ein(n)hverr
Katrín Axelsdóttir26
20 Sjá t.d. Haspelmath (1997:34) og Jóhannes Gísla Jónsson (2005:446). Jóhannes
sýnir dæmið Fáir nemendur hafa neitt á móti þessu.