Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 27

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 27
geti haft merkinguna ‘einstæður’.21 En bent hefur verið á að dæmi kunni að vera um svipaða merkingu (‘stakur’) í fornu máli (Katrín Axelsdóttir 2014:248). Að minnsta kosti er ekki ástæða til að gera mikið úr dæminu í (20a). Í (20b) virðist einhver kallast á við neitunina eigi. En Hirðskrá er norskt rit og þetta getur ekki talist traust dæmi um stöðuna í fornís - lensku. Í dæmum (20c–e) felst neitunin í fornafninu engi (nú enginn). En það er ólíklegt að fornafnið einhver í kjölfar þess teljist vera neikvæðisorð. Í nútímamáli kemur einn stundum í kjölfar enginn í samhengi sem minnir sterklega á samhengið í (20c–e): það var enginn einn [‘einstakur’] sem skar - aði fram úr. Ekki er hægt að greina einn hér sem neikvæðisorð enda er merkingin önnur.22 Og þar með er líka hæpið að greina einhver í (20c–e) sem neikvæðisorð. Dæmin í (20f–g) eru áþekk dæmunum í (20c–e). Munurinn er sá að hér er ekki fornafnið engi heldur neitunin eigi. Þessi orð eru lík og auðvelt að ruglast á þeim við afritun.23 Ekki er ósennilegt að þessi dæmi hafi upphaflega verið sambærileg við dæmin í (20c–e) og því vafasamt að byggja mikið á þeim. Í (20h) er að líkindum eitthvað afbakað, í stað einnhverra ætti að vera nf.kk.et. einnhver (eða einhver). En einhver þarf þar ekki endilega að kallast á við neitunarorðið eigi. Í þessu dæmi er ekki aðeins neitun heldur líka samanburður og í samanburði (hlut verki 8) getur fornafnaval verið annað en í neitunarhlutverkum. Það er því nauðsynlegt að spyrja hvort framkallar valið á einhver þarna, neit- unin eða samanburðurinn. Það hlýtur að vera samanburðurinn. Einhver vísar þarna til heildarfjölda (allra annarra),24 rétt eins og nokkur gerir yfir- leitt í samanburðarsetningum í nútímamáli (Hann getur hlaupið hraðar en nokkur annar í bekknum = ‘hraðar en allir aðrir í bekknum’).25 „Hefir hver til síns ágætis nokkuð“ 27 21 Í orðabók Cleasby (1874:122) er dæmið í (20a) haft meðal dæma um fornafnið ein- hver í merkingunni ‘sérhver, hver og einn’. Sú greining er ólíkleg, sbr. Katrínu Axelsdóttur (2014:247–248). 22 Einn (eða föst sambönd með því orði) má vissulega sjá í nútímamáli í neikvæðissam- hengi: Ég á ekki eitt einasta/aukatekið orð. Einn virðist í fornu máli hafa getað verið neikvæðisorð: (i) Þetta er gamans frásögn og eigi söguligt eins kostar nema fyr þá sök að hér er lýst grein speki og óvisku. (Morkinskinna, ONP Mork 2154, hdr. um 1275) En einn og samsvarandi orð í öðrum málum eru ekki til umfjöllunar hjá Haspelmath og verða ekki rædd frekar hér. Notkun einn er reyndar mjög áhugaverð enda margslungin. 23 Þau eru auk þess oft bundin í handritum, og stundum með þeim hætti að þau eru nauðalík; engi er t.d. stundum ritað „eigi“, með nefhljóðsbandi fyrir ofan fyrra i-ið. 24 Fylgismönnum Sverris finnst þarna ófært að þjóna manni nema sá sé hærra settur en þeir sjálfir, þ.e. þeim öllum æðri. 25 Þótt nokkur í samanburðarsetningum vísi yfirleitt til heildarfjölda er það ekki algilt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.