Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 28
Niðurstaðan hér er því sú að ekki hafa fundist öruggar vísbendingar
um ein-röðina í hlutverkum 6 og 7 (óbeinni og beinni neitun) í forn-
íslensku. Á hlutverk 9 hefur ekki verið minnst hér en það hlutverk
verð ur rætt sérstaklega í 3.2.3. Traust dæmi um ein-röðina eru í hlut-
verkum 1, 2, 3, 5 og 8 en eins og áður segir er hún hlutfallslega sjaldgæf
í sumum þessum hlutverkum, nokkur-röðin er þá miklu algengari.
Áberandi er hversu mörg dæmanna um einhver í fornritum koma fyrir
í tímaliðum (eitthvert vor, einhvern dag) eða með nafnorðinu sinn. Í um
helmingi dæma í Íslend ingasögum er einhver í slíkum liðum.26 Þetta
segir hugsanlega eitthvað um hvernig fornafnið var helst notað. En þessi
tíðni gæti líka einfaldlega staðið í sambandi við eðli textanna. Það er varla
óvænt að slíkir frásagnartextar hafi að geyma tímaliði í talsvert miklum
mæli.
3.2.3 Hlutverk sem neinn og engi gegndu
Fornafnið neinn getur í fornu máli, rétt eins og í nútímamáli, látið í ljós
óbeina og beina neitun (hlutverk 6 og 7):
(21) a. og var þó aldrei svo frammi að honum væri nein raun í. (Njáls saga,
150. kafli; hlutverk 6: óbein neitun)
b. „Ekki mun þetta til neins voða horfa,“ sagði Bolli. (Laxdæla saga,
85. kafli; hlutverk 7: bein neitun)
Katrín Axelsdóttir28
eins og hér verður reynt að sýna fram á. Í setningunum í (i) er samanburður og í þeim
báðum vísar nokkur til heildarfjölda (allra annarra). Munurinn á þessum tveimur setning-
um er sá að í þeirri síðari er neitun en ekki í þeirri fyrri.
(i) a. Árið 2016 hljóp Usain Bolt 100 metrana hraðar en nokkur annar á stórmóti.
(= ‘hraðar en allir aðrir’)
b. Árið 2017 hljóp Usain Bolt 100 metrana ekki hraðar en nokkur annar á stór-
móti. (= ‘ekki hraðar en allir aðrir’; Bolt átti ekki besta tímann þetta árið)
Í (ii) er bæði neitun og samanburður, rétt eins og í (i)b:
(ii) Jói Jóns, eins silalegur og hann nú er, á ekki eftir að hlaupa hraðar en nokkur
annar í bekknum í vetur. (= ‘ekki hraðar en a.m.k. einn annar’, þ.e. enginn á eftir
að hlaupa enn hægar en Jói)
En þarna er vísun nokkur annars eðlis; þarna er ekki vísað til allra annarra heldur a.m.k.
einhvers eins annars. Samhengi eða bakgrunnsþekking skiptir máli varðandi túlkun nokkur
í (i)b og (ii); í fyrri setningunni er um að ræða afreksmann en í þeirri síðari er gefið í skyn
að hlauparinn sé ekki fótfrár. Dæmi (ii) sýnir að nokkur þarf ekki endilega að vísa til heild-
arfjölda í samanburði. Sú er þó oftast raunin.
26 Þarna er um að ræða hlutverk 2 eða hugsanlega hlutverk 1 en oft er erfitt að greina
þar á milli.