Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 29
Í þessum dæmum fer neitunarorð á undan, eins og regla er í nútímamáli
þegar neinn er annars vegar. Í fornu máli má einnig sjá dæmi um að neinn
sé notað án undanfarandi neitunarorðs:
(22) þér er sjálfrátt að láta þinn hlut fyrir neinum manni … (Flóamanna
saga, ONP Flóamx 6119, hdr. um 1600–1700)
Fritzner (III 1886–1896:808) segir að þetta sjáist stundum en hann sýnir
þó ekki önnur dæmi en það sem fram kemur í (22). Hann skýrir þetta
þannig að þótt engin neitun sé sýnileg megi túlka það sem á undan fer
sem neikvætt (hér: þér er sjálfrátt = ‘du behøver ikke, du er ikke nødt til’).
Ef þetta er rétt túlkun er (22) dæmi um hlutverk 6, óbeina neitun.
Í nútímamáli getur neinn ekki staðið í öðrum hlutverkum en óbeinni
og beinni neitun. En í fornu máli eru dæmi þess að neinn sé notað í sam-
anburðarsetningum, hlutverki 8:
(23) a. Vann Búi og því meiri frægð sem hann var sterkari en neinn mað -
ur. (Jómsvíkinga saga, ONP Jvs510 4016, hdr. um 1550)
b. fleira illt gekk yfir Gyðingalýð en yfir neina þjóð aðra … (Veraldar
saga, ONP VerA 5320, hdr. um 1300–1325)
Þessi dæmi bera með sér að notkunarsvið neinn hefur skroppið nokkuð
saman síðan í forníslensku. Sá samdráttur er í góðu samræmi við það sem
tengslakortið sýnir (sjá mynd 1); samanburður (hlutverk 8) tengist einmitt
óbeinni neitun (hlutverki 6) á kortinu.
Í nútímamáli kemur enginn aðeins fyrir í beinni neitun (hlutverki 7) og
þá því aðeins að annað neitunarorð komi ekki fyrir framar í sömu setn-
ingu. Engi fornmálsins tíðkaðist líka í hlutverki 7. Það var þó fjölhæfara
þar en í nútímamáli því að það gat staðið á eftir öðru neitunarorði:
(24) þótti þeim hann ekki hafa önga heilsu til að vera konungur. (Mork in -
skinna, OPN Mork 4557, hdr. um 1275)
Í fornu máli gat engi einnig staðið í óbeinni neitun (hlutverki 6):
(25) Þá fór sem mælt er, að sjaldan er engis vant. (Bréf Alexanders,
ONP AlexBr226 1589, hdr. um 1350–1360)
Og það gat líka komið fyrir í hlutverki 8:
(26) Hafði Snorri þá miklu meira fé en engi annarra á Íslandi. (Sturlunga
saga, ONP StuIK 37321, hdr. um 1350–1370)
„Hefir hver til síns ágætis nokkuð“ 29