Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 31
Af (27) má ráða að sem er-röðin var komin til sögunnar í valfrelsishlutverki
á forníslenskum tíma (það eina sem hefur þá breyst í þessu er að hengillinn
-gi (-ki) er ekki notaður lengur). En það er spurning hvort fleiri for-
nafnaraðir tíðkuðust í þessu hlutverki. Tvö fornöfn í upptalningu Noreen,
hvaðvetna (sem var nokkuð algengt) og velhver (sem var afar sjald gæft),
eiga það sameiginlegt með hvergi að geta verið almagnorð í merk ingunni
‘sérhver, hver og einn, allir’.28 Í raun eru vandfundin dæmi um hvaðvetna
og velhver þar sem sú merking er ólíkleg eða útilokuð; það er með öðrum
orðum erfitt að sýna fram á valfrelsishlutverk þeirra með óyggjandi hætti.
Í (29a–b) er mjög sennilega um almagnorð að ræða og í (29c) er vonlaust
að segja til um hvort heldur er, valfrelsi eða magn/fjöldi:
(29) a. sá sveimur gerist um allar herbúðir af þessu að velhver svífur að
sinni eigu … (Alexanders saga, ONP Alex 11310, hdr. um 1280)
b. En er þeir Ólafur komu þar báru þeir út hvaðvetna það er laust
var. (Sturlunga saga, ONP StuIK 464, hdr. um 1350–1370)
c. fóru víkingar brott af eyjunni og ræntu þar áður hvívetna.
(Hallfreðar saga, ONP Hallfr62 720, hdr. um 1375–1400)
Þessi greiningarvandi þarf ekki að koma á óvart því að sterk tengsl eru
almennt í tungumálum milli valfrelsis hlutverksins og almagnorða á borð við
sérhver og allir. Sannleiksgildi setninga með valfrelsisfornafni og al magn orði
er í ýmsu samhengi hið sama (Haspelmath 1997:48) og val frelsis fornöfn
geta þróast yfir í að vera almagnorð, sbr. Haspelmath (1997:154–156).29
Niðurstaðan hér er því sú að í valfrelsishlutverki hafi sem er-röðin
örugg lega verið til í fornu máli. Fleira kann að hafa verið notað í þessu
hlutverki en erfitt er að færa sönnur á það.
3.2.5 Tillaga að dreifingarmynd forníslensku
Mynd 6 sýnir dreifingu fornafnaraða í forníslensku en hún byggist á því
sem fram hefur komið í þessum kafla. Vera má að myndin endurspegli
„Hefir hver til síns ágætis nokkuð“ 31
28 Velhver þekkist ekki lengur og hvaðvetna lifir eingöngu í hinu stirðnaða sambandi í
hvívetna ‘að öllu leyti’. — Í upptalningu Noreen er einnig hvárgi sem enn er til (sem hvor-
ugur) en hefur aðeins neitandi merkingu. Þetta fornafn virðist hafa verið mjög sjaldgæft í
fornu máli í jákvæðri merkingu (Katrín Axelsdóttir 2014:78).
29 Hann nefnir meira að segja almagnorð sem hugsanlega viðbót við tengslakortið,
hlutverk 10, sem myndi þá tengjast hlutverki 9. Eins og rætt var í 3.2.2 er hlutverk 8 (sam-
anburður) einnig merkingarlega náskylt almagnorðum. Haspelmath virðist þó ekki gera
ráð fyrir beinni tengingu milli hlutverks 8 og hins hugsanlega 10. hlutverks.