Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Qupperneq 34
ingum eða hlutverkum sem standa utan kortsins og um þau verður rætt
stuttlega hér.
Eins og þegar hefur verið nefnt gat einhver í fornu máli merkt ‘sérhver,
hver og einn’, sbr. dæmi (2c) í 2.2. Í slíkum tilvikum er einhver almagnorð
(eins og e. all og every) og slík hlutverk hefur Haspelmath ekki með á
tengslakortinu. Almagnorð fara þó talsvert nálægt hlutverki 9 (valfrelsi),
sbr. 3.2.4. Ekki er alltaf auðvelt að greina með vissu hvort einhver forn-
málsins stendur sem almagnorð eða ekki (sbr. t.d. Katrínu Axelsdóttur
2014:248–249). En það er þó öruggt að þessi merking var til í fornu máli
og hún er nefnd í orðabókum.
Bæði nokkur og einhver gátu í fornu máli tjáð merkinguna ‘um það bil’
í námunda við tölur:31
(30)a. Mér þótti hann þá kalla Eyjólf Bölverksson og Ljót son Halls af
Síðu og nokkura sex menn. (Njála, 133. kafli)
b. Nokkurum vii nóttum eftir bardagann … (Hákonar saga
Hákonarsonar, ONP HákEirsp 60819, hdr. um 1300–1325)
c. Eg mun gefa þér sverðið Þegn, að þú drepir einhverja tvo kon-
ungsmenn, og setjast sjálfur fyrir sökina. (Áns saga bogsveigis,
ONP Án 33438, hdr. um 1450–1475)
d. fiska vætt og þar til einhverjar xx álnir ófríðar. (Íslenskt forn-
bréfasafn, ONP DI VIII (1509: AM 267 I) 26825)
Nokkur hefur ekki lengur þessa merkingu. En einhver er stundum notað á
þennan hátt í nútímamáli: einhverjar tuttugu milljónir ‘u.þ.b. tuttugu millj-
ónir’. Óvíst er þó að þessi notkun eigi sér óslitna hefð í málinu. Við henni
er stundum amast og hún rakin til enskra áhrifa.32 Í nútímamáli er í tilvik-
um eins og í (30) gjarna notað fornafnið einn: einir sex menn, einar 20 álnir.
Katrín Axelsdóttir34
31 Dæmin sem ONP hefur um einhver í þessari merkingu, þ.e. ‘omtrent’, ‘approxi -
mately’, eru ekki nema fjögur alls (undir flettunum einhverr og einnhverr, eða 2einn í
tengslum við hverr). Dæmi ONP um nokkur í þessari merkingu eru mun fleiri. Áberandi
mörg þeirra eru í norskum ritum. — Einhver gæti sagt að í (30a,c) þyrfti merkingin ekki
endilega að vera ‘um það bil’. Í (30a) gæti þannig verið um að ræða notkun sem fer nálægt
upphaflegri merkingu fornafnsins nokkur (< *ni wait (ek) hwarjaR), ‘ég veit ekki hver’.
Þetta merkti þá ‘sex menn en ég veit ekki hverjir’, sem væri hlutverk 2 á tengslakorti (til-
tekið og óþekkt). Dæmin í (30b,d) sýna hins vegar glögglega merkinguna ‘um það bil’.
Þarna getur ekki verið um að ræða einhverjar óþekktar nætur eða álnir.
32 Það gerir t.d. Mörður Árnason (1991:61) og segir: „Íslenskur skilningur á slíku
orðalagi [einhverjar tuttugu milljónir] er hinsvegar sá að um hljóti að vera að tefla hinar og
þessar tuttugu milljónir, og sé hér átt við einhvern ótiltekinn bunka tuttugu milljóna af
mörgum slíkum bunkum.“