Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 36
Björn K. Þórólfsson (1925:106) segir að á 16. öld hafi nokkur getað haft
„nafnorðsmerkingu í hverskonar setningu sem er“. Það sem Björn á við
með nafnorðsmerkingu er að fornafnið standi sérstætt. Dæmi hans eru öll
úr biblíumáli (Guðbrandsbiblíu (GB), 1584). Þau eru sýnd í (32) ásamt
texta nýjustu biblíuþýðingarinnar (NB) í næstu línu.33
(32) a. GB: þá er nokkur heyrir orð ríkisins
NB: Þegar einhver heyrir orðið um ríkið (Matt. 13:19)
b. GB: farið þér í borgina til nokkurs
NB: Farið til ákveðins manns í borginni (Matt. 26:18)
c. GB: Og þó að nokkur flýði
NB: Sá sem flýr (Jes. 24:18)
d. GB: Og nokkur sagði [til Abímelek]
NB: Ég myndi skora á Abímelek (Dóm. 19:31)
Í engu þessara dæma er notað fornafnið nokkur í nútímaþýðingunni. Í
(32a) er notað einhver (eins og eðlilegt er í hlutverki 3, óraunverulegt og
ótiltekið), í (32b) er um að ræða hlutverk 1 (tiltekið og þekkt) og notað er
nafnorð eins og oftast verður ofan á í nútímamáli. Í seinni tveimur dæm-
unum (hlutverk 3 og hlutverk 1) er síðan allt önnur leið farin í nýju þýð -
ingunni og samanburður við GB tilgangslaus. Nokkur í þessum fjórum
dæmum Björns er í hlutverkum 1 og 3. Fastlega má gera ráð fyrir að á 16.
öld hafi nokkur einnig getað verið í hlutverki 2 (tiltekið og óþekkt) sem er
þarna á milli. Björn segir svo að sama staða hafi verið uppi á 17. og 18. öld,
a.m.k. í ritmáli. Athugun á tveimur 18. aldar ritum, Vídalíns postillu (1718–
1720) og þýðingu Jóns Ólafssonar á Nikulási Klím eftir Holberg (1745),
styður orð Björns um 18. öldina.34 Í lýsingu Jóns Helga sonar (1929:124) á
málinu á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (1540) er þess getið að hjá
Oddi hafi nokkur oft „nafnorðseðli“ í merkingunni ‘quidam’. Jón sýnir um
þetta nokkur dæmi, sum þau sömu og í (32).35
Jón nefnir svo að fornafnið einhver sé í Nýja testamentinu einnig
notað í umræddu samhengi (þ.e. sérstætt) „eins og nú myndi helzt gert“.
Katrín Axelsdóttir36
33 Stafsetning dæmanna í Guðbrandsbiblíu er hér samræmd og ritningarstaðir vísa til
nútímaútgáfna.
34 Dæma í þessum verkum var leitað í tölvuskjölum í eigu orðfræðisviðs Stofnunar
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
35 Quidam í latínu var skv. Haspelmath (1997:253–254) aðeins notað í hlutverki 1, til-
tekið og þekkt, en dæmin sem Jón sýnir eru ekki öll í því hlutverki (eitt dæma hans er t.d.
það sama og í (32a), þar sem um hlutverk 3 er að ræða). Vera má að Haspelmath hafi greint
quidam of þröngt. Einnig getur verið að hann miði greiningu sína við annað skeið latínunn-
ar en Jón hafði í huga.