Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 37
Samkvæmt þessu hefur sérstætt nokkur á tíma Jóns hopað úr hlutverkum
lengst til vinstri á tengslakortinu. Um samtímann segir Björn að nokkur
hafi ekki nafnorðsmerkingu lengur nema í spurnarsetningum, „efunar-
setningum“ (skilyrðissetningum) og neitunarsetningum. Vitnisburður
Björns er því á sömu lund og hjá Jóni, sérstætt nokkur hefur á þeirra tíma
hopað.36 Þetta kemur vel heim við dreifingarmynd nútímamáls (mynd 5).
Einhvern tíma á síðari öldum hefur því nokkur-röðin tekið að hopa úr
hlutverkum 1–3. Að tímasetja þetta af meiri nákvæmni er vandkvæðum
bundið. Í ritmáli má oft sjá ýmiss konar fyrnsku sem þekkist ekki í dag-
legu tali. Ef dæmi um nokkur í hlutverki 1 finnst t.d. í riti frá 17. eða 18.
öld (eða jafnvel enn síðar) þá þýðir það ekki að staða fornafnsins í þessu
hlutverki sé sú sama og hún var í fornmáli; menn eiga til að fyrna mál sitt
í riti. Helst þarf að hafa aðgang að ummælum um samtímamál (eins og
ummælum Björns og Jóns hér að ofan) en slíkt er vitaskuld vandfundið.
En það væri kannski hægt að komast lengra með því að byggja á
tengslakortinu og þeirri reynslu sem komin er af notkun þess. Í ýmsum
óskyldum tungumálum er munur á fornafnanotkun í hlutverkum 4 og 5
(spurningu og skilyrði) eftir því hvort væntingar eru jákvæðar eða nei -
kvæðar/hlutlausar (Haspelmath 1997:82). Haspelmath nefnir að það sé
því e.t.v. ástæða til þess að kljúfa bæði þessi hlutverk í tvennt; samhengi
með jákvæðum væntingum (í báðum hlutverkunum) er þá vinstra megin
á kortinu, nær hlutverkum 1–3, en samhengi með neikvæðum væntingum
hægra megin, nær hlutverkum þar sem samhengi er jafnan neikvætt.37
Íslenska er eitt þeirra mála sem gerir greinarmun áþekkan þessum,38 í
spurningum og jafnvel líka í skilyrðissetningum (sjá 3.2). Því má velta
fyrir sér hvort íslenskar já/nei-spurningar hefðu yfirleitt getað tjáð nei -
„Hefir hver til síns ágætis nokkuð“ 37
36 Björn ræðir aðeins um nokkur sem stendur sérstætt. Jón talar á hinn bóginn einnig um
hliðstæða notkun nokkur („lýsingarorðsgildi“) aðeins síðar í umfjöllun sinni. Þetta eru dæmi
um nokkur í liðum eins og nokkur lögvitringur og maður nokkur (hlutverk 1 eða 2). Af umfjöll-
un Jóns má ráða að þetta (þ.e. þau tilvik þegar fornafnið fer á eftir nafnorðinu, maður nokkur)
tíðkist enn á hans tíma. Ef þetta hefur verið eðlilegt mál er ljóst að hliðstætt nokkur hefur ekki
verið horfið úr hlutverkum 1 og 2 á tíma Jóns. En það er ekki víst að þetta hafi verið daglegt
mál á þessum tíma. Þessari notkun bregður fyrir í nútímanum, einkum í formlegu ritmáli eða
þegar menn setja sig í sérstakar stellingar. Hæpið er að gera ráð fyrir nokkur í hlutverkum 1
og 2 á grundvelli þess. Þessi notkun kann einnig að hafa verið fyrnska á tíma Jóns.
37 Um möguleikann á slíkum klofningi hlutverka (og annmarka á þeirri tilhögun) var
einnig rætt í 3.2.5 hér að framan (einkum nmgr. 30).
38 Greinarmunurinn er áþekkur en ekki alveg eins. Haspelmath talar um jákvæðar
væntingar annars vegar og neikvæðar og hlutlausar hins vegar. Ekki verður betur séð en að
í íslensku sé skiptingin jákvætt/hlutlaust andspænis neikvætt.