Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 42
liðum skipt í tvo flokka, annars vegar liði með áherslumerkingu (t.d. afar-
og afburða-) og hins vegar liði sem hægt er að skipa niður í fleiri merking-
arflokka, sbr. dauður og hundur (sjá Sigrúnu Þorgeirsdóttur 1986:79). Hér
má svo einnig nefna ný lega athugun Margrétar Jónsdóttur (2018) á orð -
inu kýrskýr.
Í íslensku eru áhersluforliðir oftast dregnir af nafnorðum eins og áður
sagði og eru samhljóma þeim. Fyrir utan lýsingarorð geta liðirnir einnig
tengst nafnorðum og sögnum, sbr. (1a–c):
(1) a. lo.: eitur-ruglaður, bál-reiður, blóð-latur
b. no.: dúndur-fyllirí, þrumu-stuð
c. so.: blóð-langa, ríg-halda, svín-beygja
Þótt áhersluforliðir séu oftast dregnir af nafnorðum þá eru einnig til
áhersluforliðir sem dregnir eru af lýsingarorðum, t.d. blá- og grá- (sbr.
bláfátækur og gráglettinn). Dæmi eins og sjóðvitlaus gefa svo til kynna að
áhersluforliðir geti einnig verið dregnir af sögn (sjóða).
Í öðrum málum en íslensku, t.d. norsku, sænsku, ensku og þýsku, hafa
þessir liðir verið nefndir hálfforskeyti eða forskeytislíkir forliðir (n. halv -
prefiks, e. semi-suffix, s. prefixlik förled, þ. halb-präfix), sjá Rønhovd (1993:
135–136), Ascoop og Leuschner (2006:242–244) og Meibauer (2013:21).3
Í þýsku og sænsku líkt og í íslensku eru áhersluforliðirnir að mestu runnir
frá nafnorðum (sjá Ascoop og Leuschner 2006:245, einnig Lundblath
2002 um sænska áhersluforliði), sbr. þ. riesen-, bitter- og bomben- og sæ.
kalas-, skit- og blixt-. En þeir geta líka verið runnir frá lýsingarorðum, sbr.
rå- í norsku. Eins og í íslensku geta áhersluforliðir í norsku staðið með
nafnorð um, sbr. drittsommer ‘skítasumar’ og kanondebatt ‘hörkuumræða’,
og sögn um, sbr. grisekjøre ‘keyra eins og vitleysingur’ og sprengjobbe ‘vinna
í miklum flýti’, þótt áhersluforliðir með lýsingarorðum séu hins vegar
algengastir, sbr. dritbra ‘gríðargott’, kanonfornøyd ‘hörkuánægður’, kjem-
pefin ‘rosafínn’ og skamgøy ‘ofsagaman’.4
Þorsteinn G. Indriðason42
3 Um forliðina ‘stein’ og ‘stock’ í ensku, sjá Sachs (1963).
4 Áhersluforliðir eru svokallaðir stigliðir og Rønhovd (1993:135–136) gerir greinar-
mun á hálfforskeytum í norsku sem annaðhvort tjá magn- eða stigsmun, sbr. (i)a og (i)b,
sjá enn fremur ítarlega umfjöllun um áhersluforliði í norsku hjá Skommer (1993):
(i) a. magn: dobbel(t)-, hel-, mange-
b. stig: bunn-, kjempe-, topp-
Sambærilegir magnliðir í íslensku væru þá marg- og tví-. Jón Hilmar Jónsson (1980) ræðir
ítarlega forliðinn hálf- í íslensku, bæði þegar hann táknar helming einhvers (einhvers konar
magnmerking), sbr. dæmi eins og Sagan er naumast hálfsögð eða Það á bara að hálfsjóða