Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 44
forliða og samsvarandi sjálfstæðra orða eru t.d. greinanleg í formgerðum
eins og ljóngáfaður og nautheimskur sem endurspeglar þá hugmynd að
ljón séu gáfuð en nautin heimsk. Ef tengsl áhersluforliðanna og grunn -
orð anna sem þeir standa með eru skoðuð, t.d. í formgerðum eins og ösku-
illur, stálheiðarlegur og snælduvitlaus virðast merkingarlegu tengslin vera
nær engin (*‘heiðarlegur eins og stál’).5 Sumir áhersluforliðir geta svo ekki
tengst hvaða lýsingarorðum sem er og það takmarkar dreifingu þeirra og
þá um leið virkni.
Efnisskipan er á þá leið að byrjað verður á því í 2. kafla að fjalla um
áhersluforliðina í rannsókninni, hvaðan þeir eru fengnir og um aldur
þeirra. Í 3. kafla verður fjallað um möguleg tengsl áhersluforliðanna við
forskeytislíki og þá um leið mögulega kerfisvæðingu forliðanna og hvar
liðirnir eigi heima innan orðmyndunarinnar (afleiðsla eða samsetning). Í
4. kafla verður fjallað um málfræðilegt hlutverk áhersluforliða og tengsl
þeirra við stigbeygingu, í 5. kafla verður fjallað um merkingu áherslufor -
liðanna og í 6. kafla eru helstu niðurstöður dregnar saman, m.a. með því
að svara spurningunum sem settar eru fram í inngangi.
2. Um áhersluforliðina í rannsókninni
Í þessum kafla verður fyrst greint frá því hvaðan áhersluforliðirnir sem
rannsóknin beinist að eru fengnir í 2.1 og síðan verða gefin dæmi um
áhersluforliðina með grunnorðum sínum í 2.2, í 2.3 verða sýnd dæmi um
tegundir grunnorða áður en fjallað verður um aldur áhersluforliðanna í 2.4.
2.1 Efniviður rannsóknarinnar
Sigrún Þorgeirsdóttir (1986:78–82) hefur gert einna ítarlegasta grein fyrir
áhersluforliðum í íslensku (sem hún kallar reyndar áhersluforskeyti) og
sum dæmin eru tekin frá henni. Flestir áhersluforliðirnir eru hins vegar
sóttir til Orðabókar um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál (hér
eftir Slangurorðabókin, sjá Mörð Árnason o.fl. 1982) en einnig var stuðst
við ISLEX (íslensk-skandínavíska veforðabók) einkum til þess að fá fram
fyllri mynd af fjölbreytni liðanna. Ég hef einnig skráð hjá mér einstaka
Þorsteinn G. Indriðason44
5 Hér veltir ritrýnir eða ritstjóri því upp hvort líkingin geti ekki falið í sér að heiðar-
leiki viðkomandi sé eins sterkur eða harður og stál, þ.e. hvort líkingamálið geti ekki verið
fyrir hendi þótt ekki sé hægt að lýsa því með beinni viðlíkingu, þ.e. ‘X eins og Y’. Sjá nánari
umfjöllun um tengsl áhersluforliða og grunnorða í 5.4.