Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 45
áhersluforliði eftir því sem ég hef rekist á þá. Rétt er þó að taka fram að
hér er ekki um tæmandi yfirlit að ræða. Fjölmargir slíkir liðir eru til í
íslensku þótt ekki séu þeir allir jafn mikið notaðir. Slangurorðabókin endur -
speglar aðallega talmál (sjá Eirík Rögnvaldsson 1987:8) og því má ætla að
áhersluforliðirnir sem þar eru skráðir geri það líka. Svo virðist hins vegar
sem þeir hafi í æ ríkari mæli orðið hluti af ritmáli og það birtist í því að
mörg dæmi með sömu áhersluforliðum hafa fundist við leit í ýmsum texta-
söfnum eins og á Tímarit.is og í Markaðri íslenskri málheild. Tímarit.is er
leitarhæft safn dagblaða og tímarita frá því á 18. öld og fram á 21. öld.
Mörkuð íslensk málheild er leitarhæft safn með um 25 milljón lesmáls-
orðum úr 900 textum frá tímabilinu 2000–2006. Þar er m.a. hægt að
leita að fyrri og seinni liðum og eftir orðflokkum. Leitað hefur verið í
þessum söfnum til þess að kanna í hvaða samhengi liðirnir hafa verið
notaðir. Tímarit.is gefur ákveðna innsýn í notkunina yfir lengra tímabil
og um leið nokkrar vísbendingar um aldur liðanna. Mörkuð íslensk mál-
heild var hins vegar notuð til þess að komast að virkni liðanna, þ.e. hvort
þeir stæðu með ólíkum grunnorðum og þá hvers konar grunnorðum.
2.2 Formleg einkenni áhersluforliða
Áhersluforliðirnir í íslensku eru flestir dregnir af nafnorðum en hér má
einnig finna liði dregna af lýsingarorðum, sbr. blá-, grá- og snar-, eins og
áður hefur komið fram. Liðirnir í (4) eru allir í eignarfalli eintölu fyrir
utan fanta- sem er í eignarfalli fleirtölu (af nf.et. fantur). Athyglisvert er
að allir liðirnir nema einn, fanta-, eru veikbeygð nafnorð (t.d. arfi – arfa,
drulla – drullu og gufa – gufu):
(4) Áhersluforliðir í eignarfalli
arfavitlaus fantagóður snældubilaður þrusufínn
augafullur gufuruglaður sultuslakur öskureiður
dauðadrukkinn hörkuspennandi víðáttudrukkinn
drullupirraður pöddufullur þrumugóður
Í (5) eru áhersluforliðirnir hins vegar stofnar (rætur), einkvæðir eins og
bál-, fjall- og rok- eða tvíkvæðir eins og dúndur- og eitur-:6
Um eðli og einkenni áhersluforliða í íslensku 45
6 Til samanburðar má geta þess að í norsku geta áhersluforliðir einnig verið annað -
hvort einkvæðir eins og í (i)a eða tvíkvæðir eins og í (i)b:
(i) a. drit(t)-, døds-, gørr-, rå-, topp-, stygg-
b. kanon-, kjempe-