Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 47
2.4 Um aldur áhersluforliða og útbreiðslu
Eins og áður hefur komið fram eru sumir áhersluforliðir gamlir í málinu
en aðrir eru nýrri. Áhersluforliðir eins og arfa-, drullu-, keng- og gufu- eru
fengnir úr Slangurorðabókinni og eru allt tiltölulega nýir liðir í málinu
samkvæmt leit á Tímarit.is, eða frá tímabilinu 1985–1996. Liðir eins og
hund-, stál-, hræ-, staur- og draug- eru hins vegar mun eldri, sbr. töflu 2.7
Samsetningar með áhersluforliðum (lýsingarorð) Aldur og heimild af Tímarit.is
hundheiðinn 1891, Fjallkonan
stálheppinn 1905, Eimreiðin
staurblankur 1926, Vísir
hræódýr 1933, Iðunn: nýr flokkur
draugfúll 1942, Lesbók Morgunblaðsins
öskuillur 1952, Vikan
eiturhress 1974, Morgunblaðið
arfavitlaus 1985, Vikan
drullufúll 1985, Vikan
kengruglaður 1992, DV
gufuruglaður 1996, Morgunblaðið
Tafla 2: Aldur nokkurra samsetninga með áhersluforliðum
Svo virðist vera sem margir liðanna í Slangurorðabókinni séu orðnir al -
mennari í notkun en var þegar orðabókin var gefin út 1982 og það má
merkja m.a. af því að farið er að nota þá í ríkari mæli í ritmáli. Hér vaknar
spurningin um það hvernig þessir liðir komast í notkun. Hægt er að gera
sér í hugarlund að liðirnir hafi upphaflega verið í nánari tengslum við
sjálfstæða orðið en nú er, sbr. það sem kemur fram í inngangi, og að þeir
hafi þá staðið með ákveðnum grunnorðum. Síðar hafi þeir þróast þannig
að farið var að nota þá á annars konar grunnorð en áður. Þetta kemur
heim og saman við þá hugmynd að eftir því sem merking liðanna verður
almennari, þá aukist líkur á því að þeir tengist annars konar grunnorðum
en þeir tengdust sem sjálfstæð orð. Til eru samsetningar eins og sauð -
ruglaður (ruglaður eins og sauður) og ljóngáfaður (gáfaður eins og ljón)
Um eðli og einkenni áhersluforliða í íslensku 47
7 Þegar talað er um aldur hér er átt við elsta dæmið á Tímarit.is en sumir þessara liða
gætu verið eitthvað eldri, t.d. má búast við að þeir hafi komið fyrir í daglegu tali áður en
þeir koma fram í ritmáli.