Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 49
Byrjað verður á því að ræða helstu einkenni forskeyttra og samsettra
orða í 3.1, um helstu einkenni aðskeytislíkja í 3.2, um ýmsar efasemdir um
aðskeytislíki í 3.3 áður en rætt verður um kerfisvæðingu í 3.4. Í 3.5 eru svo
forskeytislíki og kerfisvæðing borin saman við einkenni áhersluforliða til
þess að átta sig á því hvort og þá hvaða rök séu fyrir því að flokka áherslu-
forliði í íslensku sem forskeytislíki.
3.1. Um forskeytt orð og samsett
Umfjöllunin í þessum undirkafla er nauðsynlegur undanfari þess sem á
eftir kemur. Hér verður helstu einkennum forskeyttra orða og samsettra
lýst og verður Þorsteini G. Indriðasyni (2016b) fylgt nokkuð nákvæmlega
eftir (sjá aðallega Þorstein G. Indriðason 2016b:4–5 og 9–15). Þar er að finna
yfirferð um aðskeytt og samsett orð í íslensku og þar eru sýnd marg vísleg
dæmi um þessar tvær megintegundir orðmyndunar sem og markatilvik.
Ef við byrjum á forskeyttum orðum þá er forskeytta orðið alltaf í sama
orðflokki og grunnorðið, sbr. þakklátur (lo.) og van(fsk.)þakklátur (lo.) en
iðulega kemur fram önnur merking en grunnorðið hefur þegar forskeytið
er notað. Sú merking getur verið ýmiss konar (sjá t.d. Sigurð Konráðsson
1989:11–14). Forskeyti geta t.d. verið neitandi, sbr. ó- í óánægður, þau geta
tjáð nálægð, sbr. náskyldur, að eitthvað sé minniháttar, sbr. aukahlutverk,
eða falið í sér tölumerkingu, sbr. fjórflokkur, svo einhver dæmi séu tekin.
Skipta má forskeytum eftir því hvaða orðflokkum þau tengjast, nafnorð -
um, lýsingarorðum eða sögnum, en sum forskeyti geta reyndar tengst
orðum af fleiri en einum orðflokki:
(6)a. no.: andbyr, formaður, misskilningur, vanmat, örtröð
b. lo.: afgamall, allgóður, endurkræfur, forspár, sígrænn, torlæs, van -
búinn, örlítill
c. so.: andmæla, auðmýkja, fjarlægja, misstíga, sírita, tortíma, vangera
Til eru fjölmörg forskeyti í íslensku en þau eru ólík innbyrðis og hafa
mis mikil tengsl við sjálfstæð orð. Sum forskeytanna eru „efnismeiri“ en
önnur, geta t.d. verið tvíkvæð, sbr. höfuð- og endur-. Hér verður ekki farið
út í þá sálma að rekja einstök stig forskeyta enda ekki rými til þess en bent
á kandídatsritgerð Sigrúnar Þorgeirsdóttur (1986) sem tekur á þessari
flokkun allri og einnig vísað til umfjöllunar Þorsteins G. Indriðasonar (2016a
og b) um orðmyndun í íslensku.
Það sem skilur áhersluforliði helst frá forskeytunum í (6) er að áherslu -
forliðirnir geta myndað eignarfallssamsetningar og að þeir eru dregnir af
Um eðli og einkenni áhersluforliða í íslensku 49