Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 50

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 50
sjálfstæðum orðum, oftast nafnorðum en líka lýsingarorðum og jafnvel sögnum. Þeir líkjast hins vegar forskeytum að því leyti að þeir eru notaðir á kerfisbundinn hátt til þess að leggja grunnorðinu til sérstaka merkingu. Annað atriði sem gerir þá líka forskeytum er að þótt þeir beri oftast aðal - áherslu er við ákveðnar aðstæður mögulegt að flytja áhersluna yfir á grunn - orðið líkt og getur gerst í forskeyttum orðum, sbr. forskeytið ó- í eftirfar- andi dæmum: ’óalandi – ó’alandi. Þannig er hægt að bera orð eins og öskuillur fram á tvennan hátt; annars vegar með aðaláherslu á forliðinn, sbr. Guðrún varð ’öskuill við þessar fréttir, eða þá að hægt er að leggja áherslu á grunnorðið, sbr. Guðrún varð (bara) ösku’ill við þessar fréttir. Í samsetningum er það hins vegar fyrri liðurinn sem ber aðaláhersluna og nær útilokað að flytja áhersluna yfir á seinni liðinn, sbr. dæmi eins og Hekla byrjaði að gjósa um miðnættið í gær og varð strax töluvert ’öskufall. Hér verður áherslan að vera á ösku-, ekki gengur að flytja hana á seinni liðinn -fall. Höskuldur Þráinsson (1995:133) skilgreinir samsett orð þannig: „Orð eru nefnd SAMSETT ef þau eru gerð úr tveimur eða fleiri orðum (hafa fleiri en eina rót)“ og Guðrún Kvaran (2005:10) er á svipuðum slóðum, nefnilega að samsett orð séu „mynduð úr að minnsta kosti tveimur rót - um“. Samsetning er frjóasta orðmyndunin í íslensku og nokkrar tegundir eru til af henni. Fyrst skal telja stofnsamsetningu þar sem tveir stofnar eru settir saman, sbr. hest-hús. Í öðru lagi eru til eignarfallssamsetningar þar sem fyrri liðurinn er í eignarfalli, óháð því hvaða fall seinni liðurinn hefur. Eignarfallsliðurinn getur þá verið í eintölu, sbr. lands-lög, eða í fleirtölu, sbr. orða-bók (sjá t.d. Þorstein G. Indriðason 1999 og 2014). Í þriðja lagi eru tengihljóðssamsetningar. Þar koma fyrir einingarnar a, u, i milli stofnanna en þessar einingar eiga formlega ekkert skylt við beyg- ingarendingar, a.m.k. samtímalega séð. Þetta eru samsetningar eins og ráð-u-nautur, tóm-a-hljóð, eld-i-viður, rusl-a-fata og skell-i-hlátur. Þótt tengi - hljóðin -u- og -a- séu samhljóma eignarfallsendingum í eintölu og fleir- tölu margra nafnorða þá er oftast vandalaust að skilja þar á milli, sbr. mun - inn á endingu eignarfalls fleirtölu í land-a(ef.ft.)-fundur og tengi hljóð inu í dót-a(teng.)-kassi. Þótt fyrri liðirnir séu báðir hvorugkynsorð þá er dót eintöluorð og kemur ekki fyrir í fleirtölu og þar af leiðandi getur dót-a ekki verið eignarfallsmynd fleirtölu (sjá t.d. nýlega umfjöllun um þessi tengihljóð og sagnlega fyrri liði hjá Þorsteini G. Indriðasyni 2017b). Að sama skapi er tengihljóðið -s- samhljóma eignarfallsendingunni -s en það á samtímalega ekkert skylt við hana. Dæmi um samsetningar með tengi- hljóðinu eru leikfimi-s-hús og hræsni-s-fullur þar sem eignarfallsmyndir Þorsteinn G. Indriðason50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.