Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 54
að skýra þetta, þ.e. sömu formgerð og Meibauer styðst við í þýsku. Í sam-
setningu eins og þrumustuð er ekki hægt að túlka merkingu hennar sem
‘stuð hjá þrumum’, einungis að það hafi verið mikið stuð, eða að samsetn-
ingin dauðaleit merki ‘leit að dauða’, einungis merkingin ‘mikil leit’
kemur til greina.9 Það er hins vegar rétt hjá Meibauer að tengihljóð milli
fyrri og seinni hluta samsettra orða skilja á milli forskeyta og sjálfstæðra
orða og að því leyti eru eignarfallsmyndir íslensku áhersluforliðanna stuðn -
ingur við hugmyndir hans um að áhersluforliðirnir séu sjálfstæð orð. En
það sem Meibauer nefnir um virkni má einnig heimfæra upp á ýmis for-
skeyti sem geta verið a.m.k. jafn virk og sumir forliðir sem eru sjálfstæð
orð. Til dæmis má nefna að forskeytið ó- getur staðið með fleiri hundr uð -
um ólíkra grunnorða samkvæmt leit í Markaðri íslenskri málheild og það
bendir til mikillar virkni forskeytisins. Meibauer virðist einnig líta fram
hjá því að áhersluforliður eins og grotten í grotten-schlecht er rýrari að
merk ingu en samsvarandi sjálfstætt orð og það fellur vel að einkennum
forskeytislíkja. Reyndar viðurkennir Meibauer að nokkuð sé til í því í
þýsku að haupt ‘höfuð’ sem áhersluforliður hafi fremur lítil tengsl við
sam svarandi nafnorð, sbr. Meibauer (2013:29). Lausn Meibauer felst í
því að skilgreina áhersluforliðina í þýskum samsetningum sem sjálfstæð
orð sem hafi útvíkkaða myndhverfa merkingu fremur en að tengja liðina
við forskeytislíki.
3.4 Kerfisvæðing
Eins og áður hefur komið fram er það eitt af megineinkennum aðskeytis-
líkja að þau eru kerfisvædd afbrigði sjálfstæðra orða og þá þannig að að -
skeytis líkið og sjálfstæða orðið lifa hlið við hlið í nútímamálinu, sbr.
Goethem (2008:30): „The rise of affixoids is a typical case of gramma-
ticalization, content words becoming grammatical morphemes […]“. Það
að sjálfstæða orðið og kerfisvædda afbrigðið lifi hlið við hlið í málinu er
reyndar skilyrði fyrir því að unnt sé að kalla orðlið aðskeytislíki.
Kerfisvæðing er heiti yfir það þegar sjálfstæð orð breytast í einingar
með málfræðilegt hlutverk og þær breytingar sem verða við það að öðru
leyti, sbr. Hopper og Traugott (1993:2). Við kerfisvæðingu verða til tvö af -
brigði af sjálfstæða orðinu; annars vegar sjálfstæða myndin og hins vegar
Þorsteinn G. Indriðason54
9 Hér hefur þó ritrýnir eða ritstjóri bent á að dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskól -
ans sýna sterk merkingartengsl orðsins dauðaleit, þegar það er notað um fólk, við hugsan-
legan eða yfirvofandi dauða þótt ekki sé hægt að umorða það sem ‘leit að dauða’ (frekar ‘leit
í kappi við dauðann’ eða eitthvað í þá veru).