Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 61
(24) a. Varð Guðjón alveg öskureiður? Já, alveg ösku.
b. Er Jónas algjörlega kengruglaður? Já, alveg keng.
Slíkt brottfall er hins vegar ekki mögulegt þegar í hlut eiga hefðbundin
forskeyti, sbr. (25):
(25) a. Var hann ekki dæmdur algjörlega vanhæfur? *Jú, algjörlega van.
b. Varð hann ekki alveg afgamall? *Jú, alveg af.
Dæmin í (24) og (25) sýna að áhersluforliðir eru líkari sjálfstæðum orðum
en hefðbundnum forskeytum að þessu leyti og þetta stangast þá dálítið á
við dæmin í 4.1 sem gefa til kynna að áhersluforliðirnir hafi hlutverki að
gegna sem svipar að einhverju leyti til stigbeygingar og þá um leið að þeir
hafi málfræðilegu hlutverki að gegna sem styrkir kerfisvæðingarhugmynd -
ina. Þetta er athyglisvert því þetta sýnir óljósa stöðu áhersluforliða meðal
orða og aðskeyta.
4.3 Vísbendingar um virkni áhersluforliða með lýsingarorðum
Hægt er að fá góðar vísbendingar um virkni aðskeyta (forskeyta og við -
skeyta) út frá svonefndri grunnorðstíðni (e. type frequency) sem mælir fjölda
ólíkra grunnorða sem aðskeytið tengist. Virkustu áhersluforliðirnir í
íslensku samkvæmt Markaðri íslenskri málheild og ISLEX,11 ef einungis
er tekið mið af tengslum við lýsingarorð, eru dauð- og drullu- með þrettán
og tíu ólíkum lýsingarorðum og snar-, kol- og hund- með átta ólíkum
lýsingarorðum. Þá fundust blá- og eitur- með sjö ólíkum lýs ingar orð um og
hörku-, sauð- og stein- með sex ólíkum lýsingarorðum. Áherslu forliðir sem
aðeins fundust með einu lýsingarorði eru auga-, blek-, blóð-, gufu-, hrút-,
pöddu-, rok-, sultu- og þrumu-. Samanborið við virkustu við skeytin í
íslensku (sjá t.d. Þorstein G. Indriðason 2005) er ekki hægt að halda því
fram að áherslu forliðirnir sem hér eru skoðaðir séu mjög virkir. Notkun
þeirra virðist ýmsum takmörkunum háð og það hefur óneitanlega áhrif á
Um eðli og einkenni áhersluforliða í íslensku 61
við sjálfstæð orð. Liðir sem eru dregnir af nafnorðum geta stundum verið sjálfstæðir og
hagað sér eins og lýsingarorð, sbr. eftirfarandi setningar (brottfellt lýsingarorð í sviga):
(i) a. Ølsalget i sommer ble helt kanon (god) på grunn av været.
b. Vegard var helt kjempe (god) i denne filmen.
11 Aðrar og stærri málheildir eru nú tiltækar eins og Risamálheildin (sjá <http://mal
heildir.arnastofnun.is>), sem nýlega var tekin í notkun, og Íslenskur orðasjóður (Leipzig; sjá
<https://corpora.uni-leipzig.de>). Ekki vannst tími til þess að kanna þær en þau gögn sem
hér eru notuð ættu að gefa þokkalega góðar vísbendingar um virkni einstakra áhersluforliða.