Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 64
forliða, í 5.2 verður fjallað um lýsingarorð með jákvæða og neikvæða
merkingu, í 5.3 verður fjallað um merkingarleg tengsl áhersluforliða við
nafnorð sem þeir eru dregnir af og í 5.4 verður fjallað um tengsl áherslu-
forliðanna við lýsingarorðin sem þeir standa með. Í 5.5 eru svo helstu
niðurstöður dregnar saman.
5.1 Merkingarflokkun lýsingarorða og áhersluforliða
Þegar lýsingarorðin með áhersluforliðunum í (4) og (5) eru skoðuð virðist
vera hægt að flokka þau í hópa sem allir lýsa annaðhvort eiginleikum eða
ástandi, sbr. töflu 3:14
Orð um neikvæða eiginleika Orð um jákvæða eiginleika
arfabrjálaður blóðlatur drullunæs hörkuduglegur
arfavitlaus gufuruglaður drulluflottur stálheiðarlegur
bandóður hrútleiðinlegur eiturhress stálminnugur
bandvitlaus kengruglaður fantahress sultuslakur
bálreiður kolgeggjaður grjótharður þrælskemmtilegur
Tafla 3: Áhersluforliðir með lýsingarorðum yfir persónueiginleika.
Í (27) er svo lítill hópur lýsingarorða sem lýsir því að vera undir áhrifum
áfengis (eða lyfja):
(27) Lýsingarorð sem lýsa því að vera undir áhrifum (áfengis eða lyfja)
pöddufullur sauðölvaður svínfullur
rígskakkur skítfullur öskufullur
sauðdrukkinn svíndrukkinn
Í töflu 4 er sýnd lausleg flokkun áhersluforliðanna í merkingarflokka,
en þessi flokkun er undir áhrifum frá Dixon (2005:82): náttúra, líkami,
hið efnislega, matur, dýr, fyrirbæri og eiginleikar.15 Eins og sést af töflunni
þá lenda flestir áhersluforliðanna í flokknum náttúra:
Þorsteinn G. Indriðason64
14 Hægt er að fara í margvíslegar áttir við merkingarlega flokkun áhersluforliðanna en
hér var þessi leið valin því oftast er verið að lýsa mannlegu eðli en vitaskuld koma fleiri
möguleikar til greina.
15 Dixon notar reyndar grófari flokkun, þ.e. hlutstætt, óhlutstætt, eiginleiki/ástand og
virkni sem hann skiptir síðan nánar, t.d. í dýr, náttúru, efnislegt, fyrirbæri og hljóð.