Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Qupperneq 65
Náttúra Líkami Efnislegt Matur Dýr Fyrirbæri Eiginleiki
arfa, bál, auga, band, graut, sultu hrút, hræ, blá, dauð(a), fanta,
blý, drullu, bein, blek, gler, hund, draug, hörku, ríg,
eitur, fjall, blóð, grút, staur, pöddu, dúndur, grá, snar, víðáttu,
fok, grjót, hand snældu risa, sauð, keng, mok þrusu
gufu, kol, svín
rok, skít,
stál, stein,
ösku
Tafla 4: Lausleg merkingarflokkun áhersluforliða.
5.2 Lýsingarorð með jákvæða og neikvæða merkingu
Í þessum undirkafla verður kannað nánar hvort einstakir áhersluforliðir
geti bara staðið með neikvæðum lýsingarorðum, bara með jákvæðum eða
með bæði neikvæðum og jákvæðum lýsingarorðum. Svarið við þessum
spurningum gæti skipt máli í sambandi við umræðuna um kerfisvæðingu
í 3. kafla hér á undan, sbr. líka Arcodia (2012:384) sem nefnir að við kerfis -
væðingu fari ferli í gang „involving (gradual) loss of lexical meaning and
expansion of host classes, i.e. new semantic classes of host words“. Ef
áhersluforliðirnir hafa fengið ákveðið málfræðilegt hlutverk sem birtist í
því að þeir geti tengst grunnorðum úr fleiri orðflokkum en áður þá ætti
það að vera skýrt merki um kerfisvæðingu. Hún ætti einnig að lýsa sér í
því að liðirnir gætu tengst lýsingarorðum óháð merkingu þeirra.
Með neikvæðum Með jákvæðum Með neikvæðum og
lýsingarorðum lýsingarorðum jákvæðum lýsingarorðum
auga, band, blóð, fanta, fjall, grjót, hörku, arfa, bál, drep, drullu, eitur,
draug, graut, grút, silki, stál, sultu, þrusu gler, hand, snældu, stein,
gufu, hund, hrút, svín, þræl
keng, ösku
Tafla 5: Dæmi um áhersluforliði með neikvæðum og jákvæðum lýsingar-
orðum.
Í töflu 5 eru taldir nokkrir áhersluforliðir sem tengjast lýsingarorðum sem
vísa bæði til jákvæðra og neikvæðra eiginleika, sbr. t.d. drepfyndinn og
drepleiðinlegur; drullugóður og drullulélegur. Þetta getur bent til þess að
kerfisvæðingin sé komin lengst á veg í þessum liðum, þ.e. að þessir liðir
Um eðli og einkenni áhersluforliða í íslensku 65