Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Qupperneq 66
hafi í sér fæstar merkingarlegar takmarkanir þegar velja á grunnorð. Á
hinn bóginn geta sumir áhersluforliðir einungis komið fyrir með nei -
kvæð um lýsingarorðum, sbr. bandbrjálaður og bandvitlaus og sumir ein-
ungis með jákvæðum lýsingarorðum, sbr. fantagóður og hörkufínn. Það
gæti bent til þess að kerfisvæðingin sé ekki komin eins langt á veg þar.
5.3 Merkingartengsl áhersluforliða og nafnorða sem þeir eru dregnir af
Þegar merkingarfræði áhersluforliðanna er skoðuð er annars vegar mikil-
vægt að reyna að komast að því hversu náin merkingarleg tengsl eru á
milli áhersluforliðanna og samsvarandi sjálfstæðra orða sem þeir eru dregnir
af, aðallega nafnorða, þ.e. hversu langt áhersluforliðirnir hafa þró ast frá
samsvarandi sjálfstæðum orðum. Hins vegar er einnig mikilvægt að meta
hvers konar tengsl eru á milli áhersluforliðarins og grunnorðsins, sbr. 5.4.
Í töflu 6 hafa áhersluforliðirnir verið metnir með tilliti til hvort þeir hafi
sterk merkingarleg tengsl við samsvarandi sjálfstætt orð, hvort tengslin
séu með ýmsu móti, stundum sterk og stundum veik, eða hvort þau séu
lítil sem engin. Þessi flokkun byggist á merkingargreiningu á töluvert
stóru dæmasafni.
Mikil tengsl Breytileg tengsl Lítil sem engin tengsl16
blý (-grár, -þungur) blek (-svartur, -fullur) auga, band, bál, blóð, drep,
fjall (-stór, -hár) gler (-harður, -fínn) draug, drullu, eitur, fanta,
grjót (-harður, -stífur) hund (-tryggur, -gamall, -fúll) fok, graut, grút, gufu, hand,
sauð (-meinlaus, -svartur, keng (-boginn, -ruglaður) hrút, hörku, snældu, stein,
-þrár, -heimskur) kol (-dimmur, -blár, -vitlaus) skít, staur, sultu,
ríg (-bundinn, -fastur, þrusu, ösku
-fullorðinn)
silki (-mjúkur, -slakur, -rauður)
stál (-harður, -heppinn)
Tafla 6: Merkingarleg tengsl áhersluforliða við samsvarandi nafnorð.
Í töflu 6 hefur meirihluti áhersluforliðanna sem voru skoðaðir lítil sem
engin merkingarleg tengsl við samsvarandi sjálfstætt orð (nafnorð) þegar
þessir liðir standa með lýsingarorðum, sbr. dæmi eins og draughress, staur-
blindur, grútsyfjaður og öskuillur. Sumir áhersluforliðanna hafa breytileg
Þorsteinn G. Indriðason66
16 Dæmi með þessum liðum er að finna í (4) og (5) í kafla 2.2.