Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 67
tengsl við samsvarandi sjálfstætt orð, þ.e.a.s. sami áhersluforliður hefur
mikil tengsl við sjálfstæð orð með sumum lýsingarorðum en veik eða engin
tengsl með öðrum, sbr. muninn á stálharður og stálheppinn, koldimmur og
kolvitlaus og kengboginn og kengruglaður. Áhersluforliðirnir hafa sjaldnast
augljós merkingarleg tengsl við samsvarandi sjálfstæð orð en þegar svo er
lýsir það sér í vali þeirra á grunnorðum, sbr. grjótharður, fjallhár og sauð -
svartur. Niðurstaðan er þá sú að meirihluti áhersluforliðanna sem kann -
aður var hafi lítil sem engin eða breytileg merkingartengsl við samsvar-
andi sjálfstæð orð. Þessar niðurstöður benda ótvírætt til merkingarlegrar
rýrnunar áhersluforliðanna og þá um leið til kerfisvæðingar, sbr. umfjöll-
un í 3.4.
5.4 Merkingartengsl áhersluforliða og lýsingarorðanna sem þeir standa
með
Í kafla 5.3 voru merkingarleg tengsl áhersluforliða við samsvarandi nafn-
orð rædd en nú er komið að því að kanna merkingarleg tengsl liðanna við
lýsingarorðin sem þeir standa með. Hversu sterk eru þau? Í þeim tilgangi
að kanna það verður notast við þá aðferð að umorða þessi tengsl. Tengslin
‘X + Y’ þar sem X er áhersluforliður og Y lýsingarorð er hægt að umorða
með frasanum ‘Y eins og X’ ef um er að ræða sterk merkingarleg tengsl
milli áhersluforliðarins og lýsingarorðsins. Þetta felur þá í sér að áherslu-
forliðurinn hafi ekki orðið fyrir mikilli merkingarrýrnun. Gangi hins veg -
ar ekki að nota þessa umorðun þá er greinilega um merkingarrýrnun að
ræða. Við skulum fyrst prófa þá liði sem virtust hafa sterk tengsl við sam -
svar andi nafnorð, sbr. töflu 6, þ.e. liðina fjall-, grjót-, blý- og sauð-, sbr.
(28):
(28) a. fjall(X)-hár(Y) → hár(Y) eins og fjall(X)
b. grjót(X)-harður(Y) → harður(Y) eins og grjót(X)
c. blý(X)-þungur (Y) → þungur(Y) eins og blý(X)
d. sauð(X)-svartur(Y) → svartur(Y) eins og sauður(X)
Umorðunin gengur vel hér sem bendir til sterkra merkingartengsla
áhersluforliðanna við lýsingarorðin. Umorðunin gengur hins vegar ekki á
sama hátt með liðum sem hafa breytileg tengsl, þ.e. liðum eins og blek-,
keng- og stál-. Með þessum liðum má bæði finna samsetningar þar sem
um orðunin gengur og samsetningar þar sem umorðunin gengur ekki, sbr.
(29):
Um eðli og einkenni áhersluforliða í íslensku 67