Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 94
Thráinsson Höskuldur. 2015. Tilbrigði í færeyskri og íslenskri setningagerð. Turið Sigurðar -
dóttir og María Garðarsdóttir (red.): Frændafundur 8, s. 183–215. Faroe University
Press, Tórshavn.
Thráinsson, Höskuldur, Hjalmar P. Petersen, Jógvan í Lon Jacobsen og Zakaris S. Han -
sen. 2012. Faroese. An Overview and Reference Grammar. Faroe University Press og
Linguistic Institute, University of Iceland. [Første gang publiceret i 2004 af Føroya
Fróðskaparfelag, Tórshavn.]
Ussery, Cherlon, og Hjalmar P. Petersen. 2018. The Distribution of IO/DO and PP in
Faroese. Manuskript.
Wang, William S-Y. 1969. Competing Changes as a Cause of Residue. Language 45:9–25.
Weyhe, Eivind. 2011. Hentzasavn — kvæðasavnið hjá Jóannesi í Króki frá 1819. Faroe Uni -
versity Press, Tórshavn.
Weyhe, Eivind. 2015. Færøsk gennem to hundrede år. Helge Sandøy (red.): Talemål etter
1800. Norsk i jamføring med andre nordiske språk, s. 409–433. Novus, Oslo.
Yip, Moira, Joan Maling og Ray Jackendoff. 1987. Case in Tiers. Language 63:217–250.
útdráttur
Í þessari grein er tilgátan um stefnu fallabreytinga (Case Directionality Hypothesis, CDH)
notuð til að útskýra breytingar á ákveðnum forsetningarliðum í færeysku og sýnt fram á
að tilgátan spáir fyrir um hvaða stefnu breytingarnar taka. Þetta þýðir að breytingarnar
stefna frá reglulegu orðasafnafalli (reglufalli, e. thematic case) til formgerðarfalls (e. struct-
ural case) og frá óreglulegu orðasafnsfalli (furðufalli, e. idiosyncratic case) til reglufalls. Ítrek -
að skal að orðasafnsfall (e. lexical case) nær bæði yfir furðufall og reglufall.
Reglufall er smám saman að hverfa úr færeysku og formgerðarþolfall sækir í sig
veðrið. Þetta er breyting sem á sér stað núna. Útkoman verður væntanlega sú að færeyska
verður bara með tvö föll, nefnifall og aukafall. Í nútímafæreysku þoka þágufallsandlög
smám saman fyrir þolfallsandlögum (reglufall verður formgerðarfall); það er í samræmi við
aðrar breytingar í málinu og sýnir að þolfall hefur sterka stöðu, eins og sjá má af því að það
kemur í staðinn fyrir eignarfall í nafnliðum með eignarmerkingu, sem er breyting frá furðu -
falli til formgerðarfalls. Hið sama gerist þegar fylliliðir í eignarfalli víkja fyrir þolfalli, eins
og með forsetningunni ímillum þar sem þolfall kemur fyrir þótt vænta hefði mátt þágu falls
í staðarmerkingu.
Þrátt fyrir þessar breytingar hefur þágufall sterka stöðu sem fylliliður annarra forsetn-
inga sem stjórna þágufalli eins og sjá má af dæmum með hjá og frá, og rannsóknir á óbeinu
andlagi með tveggja andlaga sögnum sýna það sama.
Tvenns konar breytingar eiga sér núna stað í nútímafæreysku að því er varðar vissar
forsetningar. Annars vegar er tilhneiging til þess að fallið á fyllilið samsettra forsetning-
arliða með aðalorðinu -fyri breytist úr furðuþolfalli í regluþágufall. Ástæðan fyrir þessari
breytingu er að merkingarhlutverkið staður er sett í samband við þágufall. Hin breytingin
felur í sér að regluþágufall verður að formgerðarþolfalli. Þetta á að hluta til við um nafnliði
sem eru fylliliðir forsetningarinnar nærhendis ‘nálægt’. Þessi breyting er á byrjunarstigi;
hún kemur ekki á óvart miðað við breytingar sem eru þekktar í málinu og fela í sér að
form gerðarfall vinnur á. Almennt er rétt að hafa í huga að þær breytingar sem hér eru til
umræðu falla að tilgátunni um stefnu fallabreytinga sem ætlað er að skýra breytingar á falla -
Hjalmar P. Petersen94