Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 122
teknu sviði, segjum hljóðkerfi eða setningafræði eða samtalsgreiningu, svo
að nokkur dæmi séu tekin af handahófi, eiga auðveldan aðgang á einum
stað að miklum upplýsingum um bæði kenningar og norsk dæmi með
viðeigandi skýringum eftir efnum og ástæðum í hverju tilfelli. Ritið veitir
þannig færi á að kynna sér í þaula sögu afmarkaðra þátta norskunnar, í
fyrstu þremur bindunum. Lokabindið er síðan þannig úr garði gert að hægt
er að rekja sig nokkuð greiðlega áfram í tímaröð fram til dagsins í dag.
2.3 Svið tungumálsins og tenging við kenningar
Kaflinn um beygingar- og orðmyndunarfræði, eftir Hans-Olav Enger,
hefst á nokkurs konar „málsvörn morfólógs“:
Dette kapitlet er skrevet ut fra en forutsetning om at morfologien er del av
språksystemet på linje med fonologi og syntaks, og at den fortjener sjølsten-
dig behandling. Denne forutsetningen er ikke ny, men den er om tvistet.
Innafor en del amerikansk språkvitenskap har det vært en utbredt oppfat -
ning at en del av det som tradisjonelt ble regnet som mor fologi, kunne be -
handles under fonologien, og det øvrige under syntaksen. (I:215)
Enda þótt titill fyrsta bindisins, Mønster, gæti bent eingöngu til „hefð -
bundinnar“ sögu hljóðkerfis, beyginga og orðmyndunar, setningafræði og
orðaforða, þá geymir bindið einnig áhugaverðan kafla um texta og texta-
tegundir enda sjá höfundar þá þróun sem hluta af sögu tungumálsins sem
forms og hún eigi því heima í þessu Mønster-bindi.
Markmið kafla I. bindisins um texta(tegundir) er m.a. að sýna „de tids -
typiske bruksmåtene og de stilistiske uttrykkene“ (I:511). Þar eru sýnd og
útskýrð dæmi um ólíkar textategundir á mismunandi tímabilum: Gula -
þingslög, Norska hómilíubókin, Heimskringla og svo framvegis. Meðal
textategunda frá síðari tímum eru kennslubækur m.a. tilfærðar sem dæmi.
Þá er fjallað t.a.m. um umræður stjórnmálamanna á okkar tímum. Í því
sambandi eru m.a. raktar breytingar sem tengjast hlutverki fjölmiðla í
samfélaginu og þeirri auknu „nánd“ stjórnmálamanna og kjósenda sem
útvarps- og sjónvarpsviðtöl kölluðu á. Í II. bindi eru reyndar einnig fróð -
legir kaflar um mál í útvarpi og sjónvarpi og þróun í þeim textategundum
og rætt er um ritun í stafrænum miðlum í dag (SMS, blogg, tíst o.s.frv.).
Þar er og sérkafli um óformlegt talmál (slangur, háttaryrði o.fl.) og annar
um mál í sérgreinum og íðorðastarf.
Norsk språkhistorie I–IV hefur þann kost að kenningum um mál, mál-
notkun og málþróun eru gerð skil jafnframt því sem rakin er þróun
Ari Páll Kristinsson122