Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Qupperneq 123
norskrar tungu, fjallað um notkun hennar og greint frá hugmyndum mál-
notenda um hana. Þetta er oft og víða í ritverkinu tengt kenningarlegum
grunni. Bindin fjögur eru þannig hvort tveggja í senn brunnur fróðleiks
og rannsóknarniðurstaðna um norska málsögu, málnotkun og viðhorf —
og jafnframt í raun almennt málvísindalegt rit sem spannar vítt svið. Sem
dæmi um það sem nú var nefnt mætti taka kafla eftir Agnete Nesse í I.
bindi, ,,Kontakt: Universelle tendenser når flere språk møtes“ (I,1.10:72–
85). Þar fjallar Nesse um málsambýli almennt, kenningar um slíkt og sýnir
dæmi, og síðan er vikið að norskum aðstæðum með dæmum. Áhrifin eru
rakin í sérumfjöllun um svið málsins, hljóðkerfi, setningar o.fl., og rætt um
tilteknar formdeildir, svo sem kyn og ákveðni. Sagt er frá sambýli norsku
gegnum tíðina við rússnesku, samísku, finnsku, ensku, lágþýsku og loks
við ýmis minnihlutamál á allra síðustu árum, t.a.m. í Osló.
2.4 Viðhorf til máls og málsögu
Það er e.t.v. tímanna tákn að í málsögu sem kemur út á 21. öld er heil-
miklu rúmi varið til að fjalla um viðhorf fólks til máls. Bæði er lögð áhersla
á hugmyndir málnotenda um hlutverk málsins í samfélaginu og á málið
sem hluta af sjálfsmynd einstaklinga og hópa. Þetta er mikill kostur. Og
einnig er augljóst af textanum — ekki síst í III. bindi, Ideologi — og öllu
skipulagi verksins að höfundar og ritstjórar hafa verið vakandi fyrir því að
þeirra eigin afstaða til sögunnar hefur óhjákvæmilega áhrif á það hvernig
sagan er skoðuð og þar af leiðandi hvernig hún er rituð og sett fram.
Vönduð umræða er í III. bindinu um hugtök í þessu sambandi. Lagðar
eru fram skilgreiningar og skýringar á hugtökum, ekki síst þeim sem eru
vægast sagt erfið viðureignar, svo sem ideologi og språk. Óhætt er að segja
að hér sé ekki hlaupist undan merkjum með því að skauta lauslega yfir
grundvallaratriðin. Nytsemi þess að leggja slíka áherslu á viðhorf eða „hug -
myndafræði“ (sbr. heiti III. bindis, Ideologi) er reyndar ekki einungis fólg-
in í því að gera hugmyndasögunni sem slíkri skil þótt það sé auðvitað
aðalatriðið. Með þessu skapast einnig vettvangur fyrir umræðu um við -
horf og forsendur þeirra sjálfra sem að verkinu standa. Þau útskýra t.d.
vel hvers vegna umfjöllun um önnur mál en norsku sé gert hátt undir
höfði í þessari nýju „norsku“ málsögu, og þá má einnig nefna í þessu sam-
bandi umræðu um og skýringar á þeirri grundvallarhugmynd að nálgast
málsöguna úr þremur mismunandi áttum eins og rakið var í 2.2; þ.e. að
fjalla um málið sem form, um málið í notkun og loks um hugmyndir um
mál sem fyrirbæri í samfélaginu og viðhorf til þess.
Saga máls og samfélags 123