Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 124
Vitaskuld er ekki hægt að skrifa málsögu, fremur en önnur söguleg rit,
án þess að velja og hafna einstökum efnisatriðum, fara tiltekna leið en ekki
aðra við að leita skýringa á breytingum sem orðið hafa o.s.frv. Það er m.ö.o.
óhjákvæmilegt að reynsla, hugmyndir, aldur og annar bakgrunnur þeirra
sem rita söguna setji mark sitt á söguritunina — eflaust án þess að þau geri
sér endilega sjálf grein fyrir eigin viðhorfum og hvernig afstaðan kynni að
lita efnistökin. Í stað þess að lesendur þurfi að ráða í dulda eða óyrta
afstöðu ritstjóra og höfunda er leitast við að koma opinskátt að þeirri
umræðu, m.a. með því að helga málviðhorfum sérstakt bindi (Ideo logi).
2.5 Önnur tungumál en norska og norska sem annað mál
Ástæða er til að geta sérstaklega um þá nálgun í II. bindi (Praksis) að leggja
áherslu á að gera grein fyrir öðrum tungum sem skipt hafa máli, fyrr og
síðar, fyrir norskt málsamfélag og norsku (sbr. einnig kafla I,1.10 eftir
Nesse sem getið var um í 2.3 hér á undan). Sjötti kafli II. bindis, um 110
bls. að lengd, nefnist einfaldlega „Andre språk i Noreg“ og er efni hans
lýst svo:
Dette kapittelet handlar om norsk i møte med andre språk og drøftar kva
innverknad desse språka har hatt på norsk språk, og også kva dei har hatt å
seie i Noreg utan nødvendigvis å ha påverke norsk. (II,6:419)
Sérstakir undirkaflar eru síðan helgaðir þeim málum og málafjölskyldum
sem hafa nú eða fyrr haft mesta þýðingu, þ.e. finnsk-úgrískum málum og
þá einkum samískum málum, latínu og grísku, miðlágþýsku, ensku (fyrr
og nú), norskri rómísku og vlakrómísku og loks norsku táknmáli. Nokk -
urra annarra tungumála er afar stuttlega getið; keltnesku, frísnesku, engil -
saxnesku, frönsku, háþýsku, hollensku, sænsku og dönsku. Hér er m.ö.o.
verið að rekja málsambýli norsku og annarra mála og þetta er gert sem
mikilvægur og eðlilegur hluti norskrar málsögu.
Eins og sjá má í upptalningunni hér á undan skipar danska í raun
fátæklegan sess í kafla II,6. Fjallað er um dönsku í örstuttum undirkafla
(II,6.1.2.9:426–428), sameiginlega með sænsku. Það verður að segjast eins
og er að rýr hlutur dönskunnar æpir hér á lesandann — í kafla sem fjallar
um „önnur mál í Noregi“. Auðvitað leynist skýring á þessu; í undirkafl-
anum um sænsku og dönsku er vísað stuttlega til þess að fjallað sé um
dönsku gagnvart norsku annars staðar í verkinu (í III,3 og IV,6). En það
verður að teljast einkennilegt að í hinni almennu lýsingu á meginefni kafl-
ans um „önnur mál í Noregi“ (II,6:419) skuli ekki koma strax og greinilega
Ari Páll Kristinsson124