Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 125
fram hvar og hvernig gerð er grein fyrir dönsku í Norsk språkhistorie; dansk-
an hefur algjöra sérstöðu þegar kemur að áhrifum á norskt mál og samfélag.
Kafli II,7 nefnist „Norsk som andrespråk“. Mér þykir hann furðulega
stuttur (um 27 bls.) í samanburði við marga aðra kafla í verkinu og auk
þess fjallar hluti hans raunar um norsku í Vesturheimi. Þetta vekur svo-
litla undrun þar sem norska með hreim og innflytjendanorska er afar
áberandi þáttur norskrar málnotkunar nú á tímum. Í kafla sem samkvæmt
yfirskriftinni er helgaður norsku sem öðru máli hefði lesandi vænst meiri
umfjöllunar um rannsóknir á norskunámi og á norskunotkun innflytj-
enda og annarra sem tileinka sér norsku sem annað mál.
3. Málviðhorf og málstýring
3.1 Málpólitík og málstaðlar
Eins og vikið var að í 2.1 fjallar Norsk språkhistorie I–IV heilmikið um
málfélagslegu hliðina, málhugmyndafræði og hið menningar- og sam-
félagslega hlutverk tungumálsins. Þetta kemur skýrast fram í því að III.
bindið (Ideologi) er sérstaklega helgað málhugmyndum. Þar að auki eru
ítarlegir kaflar um samband máls og samfélags í hinum bindunum. Hér
má nefna t.d. kafla IV,8 og IV,9 í lokabindinu Tidslinjer. Þeir kaflar eru
helgaðir sögu málsamfélagsins og málstefnu í Noregi, annars vegar árin
1905–1945 (kafli Gro-Renée Rambø) og hins vegar 1945–2015 (kafli Lars
S. Vikørs). Rambø rekur m.a. áhrif nasistastjórnarinnar á stríðsárunum á
starfsemi annars vegar nýnorskufólks og hins vegar talsmanna ríkismáls.
Þáttur heimsstyrjaldarinnar í málsögunni hlýtur að teljast athyglisverður.5
Enda þótt Vikør bendi á að tímabilið 1945–2015 sé of „nálægt“ til að gott
sé að átta sig á þróuninni, í samanburði við umfjöllun um eldri skeið, þá
hefur það mikla kosti að einmitt hann geri þessum tíma svo ítarleg skil;
hér hefur einn helsti kunnáttumaður Norðmanna um málstefnu ritað um
skeið sem hann gjörþekkir. Vikør hefur djúpan fræðilegan skilning á
málstefnu sem fyrirbæri eins og lesendur mega sjá, og það kemur ekki síst
fram í kafla hans í III. bindinu, „Standardspråk og normering“ (III,4).
Ritstjóri III. bindis, Tove Bull, segir í inngangskafla að aldrei hafi verið
langt milli málfræði og málpólitíkur í norskum málsöguritum (III:31). En
höfundarnir sem skrifa nýju norsku málsöguna leitast greinilega við að
Saga máls og samfélags 125
5 Til samanburðar koma hér upp í hugann viðbrögð íslenskra mennta- og stjórnmála-
manna við komu bresku, kanadísku og bandarísku hermannanna til Íslands (sjá Ara Pál
Kristinsson 2012).